laugardagur, 29. október 2005

ekkert klukk en...

fékk þetta sent og svara að sjálfsögðu samviskusamlega.

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA?
Aldrei fyrr en klukkan níu. Nema á þriðjudögum.

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Madonna.

3. GULL EÐA SILFUR?
Gull

4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
Born in Brothels.

5. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn
24.

6. HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
Kaffi.

7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Bíddu er ég ekki orðin stór? Allaveganna reyni ég að forðast að gera hluti sem mér finnst leiðinlegir.

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Nei, en ef ég ýti nefinu niður með puttanum þá get ég það.

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Náttúran og fólk sem er sjálfu sér samkvæmt.

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Katrín.

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
Sveitasæla við strönd þar sem er stutt til borgarinnar.

12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar og stundum vetur.

13. UPPÁHALDS ÍS?
Bragðarefur með jarðaberjum, snickersi og smartísi.

14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
Salt.

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Blár.

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
Alls ekki hvítir bílar, en annars gamlir Landrover jeppar.

17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
Ost. smjör. salt. Æi bara alls konar.

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Til Reykjavíkur á Airwaves, en til útlanda þá var það til Cape Breton í Kanada.

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU?
Kann sjaldan við sjálflægt fólk en annars nenni ég ekki að spá í það...

20. UPPÁHALDSBLÓM?
Fífill.

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR
EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Held ég myndi bara vinda mér í það, kalla saman fund og svona. Semsagt strax.

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Venjulegt.

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Soldið pastelblátt.

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
Átta. Nei, níu með hjólalásnum.

25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Veit ekki hvort ég fari í ellina. Held ég verði bara að vinna í því að vera ánægð og sátt við umhverfið.

26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Það fer eftir ýmsu... get jögglað mörgum símtölum í einu á skiptiborðinu ásamt því að vera að gera og tala og hugsa þúsund hluti, annars get ég jögglað 3 boltum í algjöru slomo

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Laugardagur. Nei, stundum geta bara allir verið uppáhalds.

28. Rauðvín eða Hvítvín
Hvítvín á sumrin og rauðvín á veturna.

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Ok. í fyrsta lagi hef ég farið að gleyma því æ oftar þegar ég er spurð hvað ég er gömul... alzheimer? Ruglast alltaf á 26 - 27 - 28 - 29 Hvað þá að ég muni eftir síðasta afmælisdegi. Einn afmælisdagur var surprise-partý. Annar var kaffi og kaka með 2 öðrum. Annar var ...

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Þessari spurningu kýs ég að svara þannig að mér væri alveg sama. Þykir jafn mikið til kynjanna (kyngervanna félagsmótuðu) koma og tel líffræðilegan mun á kynjum ekki vera til staðar (fyrir utan útlit á kynfærum og brjóstkassa og hárvöxt í andliti og á bringu). Er ég veruleikafirrt?

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN?
Hvaða gír? Kynlífsgír, djammgír, hjólagír? Einu sinni var ég lítil að hjóla á fullorðinshjóli og reiddi 5 ára gamlan frænda minn. Allt í einu var orðið rosa stíft að hjóla en þá hafði fóturinn á honum festststst inn í hjólteinunum. Annars held ég að lykillinn að gírnum mínum sé gott fólk, gleði og friður.

33. ERTU FEMINSTI?
Já.

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Kynfærin að sjálfsögðu þar sem ég hef ekki svoleiðið dót.

35. ELSKARÐU EINHVERN?
Já. Held ég sé líka mjög léleg í því að hata.

35.SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA:
Hildur verður ábyggilega mjög góð í mömmuhlutverkinu síðan hefur hún líka falleg augu.

36. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA
n/a
37. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA?
n/a

Engin ummæli: