sunnudagur, 9. október 2005

ljufi laugardagur

fyrst ber mér að senda kveðju til Köben, til Hrefnu sem er svo dugleg alltaf að skrifa inn ábendingar eða hvað sem comment þýðir.
Ritstjóri þessarar síðu hefur tekið tvær ákvarðanir.
1. hér má senda kveðjur. Persónulegar. Og fullt af þeim. Ef þetta er ekki vettvangur til þess þá vitum við ekki hvað.
2. vegna fjölda ábendinga sem eru ekki frá neinum sem straumar þessarar síðu eru bendlaðir við, þá er ráð að fara í settings - comments - og þar finnur maður Show word verification for comments og hakar við YES. Þessar upplýsingar fengust á annari síðu sem þessari og er vonandi að það virki.

Sá Born in Brothels í dag með múttu. Dró hana í Tjarnarbíó og það var gaman. Myndin var alveg. Ekki mikið af líkamlegu ofbeldi, en nóg af því andlega. Gott að sjá börn vændiskvennanna sem virka gerendur í því að bæta heim sinn. Er maður að fróa einhverri þörf yfir því að hafa ánægju af að upplifa kvikmyndir og fleiri efni í fjölmiðlum sem draga upp það napurlega í heiminum?

Heimilislífið gengur vel. Er heppin yfir því að fá að vera tímabundin húsmóðir og hlakka til að fara heim. Hér hljómar gangsta rapp og það er stuð. Fór í húsmóðursbjór á barinn. Einn fyrir eitt. Mjög fínt. Vonast til að skrifa einhverja svona tónlist á þessu heimili, því það er staðreynd að það er erfitt að hafa efni á allri þeirri tónlist sem maður innbyrðir og því er um að gera að nota tæknina, kynnast nýju og kaupa ef hugurinn girnist það mikið, sérstaklega í ljósi þess ógurlega framboðs sem tröllríður landanum. Listamenn, Respect. Alltaf gaman að upplifa nýja tónlist. Og Airwaves í nánd. jólin jólin allsstaðar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna Anna Katrín, gott að losna svona við Stalkerinn!!

Nafnlaus sagði...

Þetta var náttúrulega bara ég, Hrefna

baba sagði...

er maður ekki bara að fróa þörfinni fyrir að vita meira um það sem er að gerast í heiminum sem við lifum í...hvort sem það er gott eða slæmt sem gerist þá finnst sumum okkar mikilvægt að vita af því....jeee...

Nikki Badlove sagði...

...ég vil senda kveðju til allra þeirra sem nota gleraugu að staðaldri...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast AK mín, mikið var fínt að hittast svona í húsmóðuröllara, ég er að hugsa um að fara að gera þetta reglulega enda mikil húsmóðir ;)
Sniðugt þetta með word verification !