í gær fór ég út í óvissuna með samstarfsfólki mínu. Það var gaman. Við fengum að skoða Gutenberg prentsmiðjuna og nú veit ég hvað offset prentun þýðir. Við fengum líka snittur og drykki. Allt kvöldið. Enduðum á Classic Rock í Ármúlanum í fullu swingi, komst m.a. að því að ég er betri í blindandi pílukasti heldur en sjáandi. Þarna gafst gott tækifæri til að kynnast samstarfsfólkinu betur til 04:34. Já þó ég sé ekki í starfsmannafélaginu fékk ég að fara með. Rosalega félagslynd týpa á mánudagskvöldi.
Annars er ég komin heim til mín sem er mjög gott. Allt er gott nema það er svo kalt.
kveðjustund:
straumar til Möggu Stínu og fjölskyldu.
Góða nótt.
miðvikudagur, 12. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hei förum í pílukast í næsta húsmóðuröllara !
Kv
Ágústa
Skrifa ummæli