mánudagur, 30. janúar 2006

Frönsk rulla i kvöld

Elaborate uppskrift tileinkuð Do sem er allur að láta sér batna.

3 bollar heilhveiti (eða speltmjöl)
1 bolli Olía
pínu salt
Volgt vatn eftir þörfum.

hræra öllu saman, gera deig úr þessu og fletja það út, hálfan cm að þykkt.

Fyllingin:
laukur skorinn
hálft hvítkálshöfuð skorið í ræmur
salt
2 tsk karrý
hálfur bolli sweet chili sauce
Ferskt basil
Ferskt kóríander (bæði saxað)
Krukka af feta

Laukur og hvítkál steikt á pönnu við lágan hita. (það er einmitt að gerast í þessum töluðu, best að tékka...aha lítur vel út, spurning um að hækka hitann í 3?)
Salt, karrý og chilli sósa út í. Og síðan ferska kryddið.

Fyllingin oná rúlludeigið í miðjunni, fetaosturinn oná fyllingu og rúllað upp.
Bakað till golden.

Basil tómatsósa með: (eða hægt t.d. að hafa Guacamole)
1 laukur lítill saxaður,
salt,
2 tsk karrý
Steikt fyrst í potti og svo:
2 dósir af góðri tómatsósu
fullt fullt ferskt saxað basil
dash af soya sósu.

Þessi uppskrift er í boði Buck 65 sem ég fíla í ræmur á meðan eldað er.

Pálínuboðið tókst með ágætum til þess að halda sig á matarsviðinu. Það bárust réttir hvaðan af í veröldinni, aðallega úr Rvk. Og fólk borðaði mikið og vel en skemmtilegast var að hittast. Já há mjög fullorðins. Ostakaka og hlauphringur, bárust sem eftirréttir. Fullkomið.

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Ég klikka náttúrulega ekki á að kommenta á uppskriftirnar þínar. Þessi lítur vel út og ekki skemmir fyrir hvað hún er skemmtileg, þ.e. uppsetningin á henni og þinn persónulegi stíll í þessu.

baba sagði...

verð að prófa þetta...pálínuboðin þín eru skemmtilegust..

armida sagði...

ég elllskaþegar þú kemur með uppskriftir takk takk snildarkokkur fyrir að deila þessu með okkur ég mun prófa þetta líka.