laugardagur, 28. janúar 2006

skjoni

held að gráminn sé eitthvað létta á sér, í gær fannst mér sem það væri vor.

Hér er semsagt laugardagur. Í gær í staðinn fyrir fyrradag vegna flugvesens birtist sambýlingur minn hinn ástkæri. Massen.
Ég sá á eftir seinasta fólkinu úr húsinu í gær en missti af því þegar maður einn kom inn og sat því í forstofunni. Ég opnaði lúguna, vitandi að ég væri ein í húsinu og kannaðist ekki við náungann sem var í vinnufötum, merktu ákveðnu pípulagningarfyrirtæki, með 2 gamlar töskur sem lágu við fætur hans.
,, Er ég næstur?"
spurði hann og fljótt komst ég að því að hann var kominn til að hitta Garðar, lækninn sinn. Hann vildi ekki trúa því að þetta væri ekki biðstofa lækna og að enginn Garðar ynni í húsinu, því vinur hans hafði keyrt hann. Ég gekk meira að segja svo langt að segja að Garðar væri ábyggilega farinn heim. Hann spurði hvaða dagur væri og hvað klukkan væri. Hann spurði hvort ég ætti mann. Hann spurði og spurði. Að lokum, eftir svona 14 mínútur af spjalli og ég allan tímann með höndina nálægt símanum til í að stimpla 0 112, tók hann í höndina á mér, kyssti hana og kvaddi. Eins og sannur herramaður. Hann bað mig afsökunar á misskilningnum sem hann sagði vera vegna þess að hann væri búinn að fá sér aðeins í tána, en augu hans voru fljótandi og mjög rauðsprengd. Ég beið í nokkrar mínútur eftir að hurðin lokaðist á hæla hans áður en ég hljóp og setti hana í lás. Til allrar hamingju labbaði kæri sem kom einmitt að sækja mig útihringinn, en söguhetjan ætlaði að fara út á Hverfisgötu. Semsagt allskonar fólk í vinnunni minni.

Í kvöld hitti ég líka allsskonar fólk, sem ég vona að fari ekki að kyssa á mér höndina en borði í staðinn gómsæta matinn sem það kemur sjálft með. Potluck partý og ég búin að fjárfesta í pappadiskum, plastglösum og servíettum. Klassen.
Næst er sósugerð á dagskrá.
Það er æði að hanga heima þegar einhver er að hanga með manni. I´m in love.

4 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

p.s. hann lét mig giska á hvað hann væri gamall og ég svaraði á bilinu frá 74 - 78. Og sjá, hann ljómaði þegar hann sagðist vera fæddur 78.

Hrefna sagði...

Heldur þú kannski að maðurinn hafi verið draugur, og einhvern tímann fyrir langa löngu hafi verið læknastofa þarna. Ég ímyndaði mér það þegar ég las!!

Gaman að heyra að kæró sé kominn og þú sért in luv.

armida sagði...

ég er sammála því ég hélt þetta væri ein draugasagan í viðbót hehe.

baba sagði...

til hamingju með tilveruna mín kæra!