miðvikudagur, 25. janúar 2006

tiskulögga

aha hef 10 mínútur til stefnu. Er á leið í stand up, bjór og pizzu á kringlukránni með pörupiltum and the sawing club. Búin að velta lengi fyrir mér í hverju ég á að fara og komst að þeirri niðursuðudós að auðvitað færi ég í sömu fötunum og ég er búin að vera í dag. En bætti við rauðu naglalakki og rauðu armbandi og rauðri kápu til að fullkomna lúkkið. Var mjög blá í dag og með þessu rauða fæ ég ákveðinn contrast í dæmið.

Brósi er í boston á sjúkrahúsi. Hann getur pantað mat úr mötuneytinu af matseðli. Ef hann hringir bjöllunni við rúm sitt kemur rödd og spyr hvað hann vanti. Seinna kemur manneskja til að sinna erindinu. Þannig má t.d. spara. Þannig þarf starfsmaðurinn ekki að fara nema eina ferð vegna bjölluhringingarinnar. Hann er einn í herbergi. Í einangrun. Með undursamlegt útsýni. Vona að hann verði ekki þarna lengi.

Í öðrum fréttum er það að á morgun kemur fjarbúðarsambýlingur minn hingað heim og þá taka við dásamlegir dagar ...
kveð að sinni.

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Góða skemmtun með sewing club. líst vel á outfittið þitt. Æ hvað kom fyrir brósa. vonandi ekki alvarlegt.

AnnaKatrin sagði...

líklega heilahimnubólga. vírustýpan. sýnið enn í ræktun, sýnið úr mænunni, tekur 48 klst. He´s being treated.

Pörupiltar rokka.

Nafnlaus sagði...

til hammó með dásamlega daga framundan, þeir verða góðir, sendi orku út um allt...kv. sebnin