sunnudagur, 15. janúar 2006

andleg fullnæging?

hef fjarlægt allt úr geymslunni. Þ.á.m. tekið niður einu hilluna sem kæri smíðaði þegar við fluttum inn en við bjuggumst ekki við að sanka að okkur dóti... sem við höfum gert. Því er úr að flokka eftir nauðsynjum. Fékk hillur í skúrnum hjá pabba sem ég lét upp eftir að ég málaði gólfið klósettblátt. Nú er það sortering dauðans sem er í gangi. Uppúr kössum, ferköntuðum. Þyrfti að koma mörgu hverju í endurnýjun lífdaga og er að spá í koló bráðum. Pabbi vildi frekar fara einn í sorpu með allt ruslið og mér leið eins og prinsessu. Myndlistarmaður kom og náði í 2 poka og 1 kassa af málningu, innanhúss, sem enn er í góðu lagi. Vonandi verður hún honum ljúf. Býst síðan að sjálfsögðu eftir að koma til með að þekkja litina í verkum viðkomandi.

Þýðir allt þetta að ég er að fara í gegnum andlega hreinsun?

3 ummæli:

baba sagði...

það virðist oft vera reglan að þetta andlega og líkamlega tengist órjúfa böndum...að fara í gegnum gamalt dót er líka alltaf viss leiðangur...andlegur jafnvel meira en líkamlegur...bið að heilsa frá englalandi...komin í kósýheit í nýja herberginu mínu fyrir risa...samanborið við dvergakytruna í galgate..vúbbelíhei!

Nikki Badlove sagði...

...pottþétt einhver hreinsun í gangi...en það er bara fallegt og gott....að endurskoða og hreinsa til er svo hollt....æji annannmín...takk fyrir að vera til....þú gerir heiminn betri...

AnnaKatrin sagði...

jamm takk kæru konur þetta gleður litla hjartað