þriðjudagur, 10. janúar 2006

tiundi januar

er í dag og vinur minn hann joey úr pixies á afmæli. já já ég hef hinn hann tvisvar, í reykjavík og á hróarskeldu. ógeðslega vön týpa sko. Held að orðið vanur þurfi að fara að komast í endurnýtingu. Nota orðaforðann. Undir áhrifum scrabble sem ég er mikið búin að spila undanfarnar þrjár vikur. En einnig hef ég líka mjög gaman af krossgátum.

Talaði soldið við mig upphátt þegar ég var að sjóða hrísgrjónin, það var gott. Held ég fari að tala meira upphátt við sjálfa mig... Nýársheit númer eitt.
Númer tvö er að drekka vatn á meðan ég elda en ekki á meðan ég borða.
Eins og lesendur sjá var ég rétt í þessu að skjóta fram heitum og loforðum um ákveðna hegðun sem ég ætla að tileinka mér á þessu ári. Ha ha ha hef aldrei gert áramótaheit, allaveganna ekki svo ég muni. Framtakssemin alveg að drepa mann.

Var lofað kvæði eftir einhvern úr Grjótaþorpinu, held bakara fyrir mína tíð... hlakka til að fá það. Held kvæði um trú ábyggilega. En hann tók skýrt fram: ég kem kvæðinu til þín.

Margt að gerast í mínu lífi sem er gott. Er í skólapásu til 17. janúar. Hlakka samt til að byrja, sérstaklega fyrir þær sakir að 5 einingar munu teljast til leskúrs sem er algerlega eftir mínu eigin höfði, en að sjálfsögðu í takt við það sem ég mun koma til með að rannsaka. Mjög spennó, er þegar byrjuð að lesa sagn/mann/menningar -fræðilegu bókina Girls rock!. Já að læra getur bara verið skemmtilegt skal ég segja ykkur.

Þarf að taka til í geymslunni.

1 ummæli:

Hrefna sagði...

Þetta var nú jákvæður og skemmtilegur pistill. Dáldið sæt nýársheit verð ég að segja. Hrefna