getur það verið að:
1. að það sem maður sér með augunum sé hlutgert og sé ,,þarna úti"
2. að það sem maður heyrir sé persónugert og fari ,,innan í mann"
3. að sjón sé talin ofar en heyrn?
Ef svo er þá gæti menning okkar verið að mismuna skynfærum okkar. Ætla ekki að fara út í lyktarskyn, bragð og snertingu hér. En það lætur mig líka hugsa til þeirrar ofuráherslu sem er á texta (sem verður hlutbundinn í ritum) í stað t.d. verklagskunnáttu í vestræna heiminum, kennslukonan kemur stundum upp í mér varðandi nám ungs fólks. Það sem er innan í okkur tengist líka tilfinningum til dæmis og fáheyrt er að fólk virkilega hlusti á þær, hvað þá sinn innri mann og innsæi. En það fer nú vonandi batnandi og vil ég ekki gera lítið úr þeim sem virkilega hlusta því ég veit að þið eruð til.
Eins og kannski sést! þá er ég að stúdera fyrirbærafræði þessa dagana. Sem leiðir mig að því að performansinn í stað fyrirlesturs með prestinum gekk mjög vel, fékk góðar undirtektir og mjög góðar umræður. Já, þessi upphafning kemur líka fram í orðanotkun og máli eins og sést eins og sést eins og sést, þá er ég alin upp...
Verð að kommentera á orkuátak latabæjar. Er það gott mál, fyrir tímabundna foreldra að fá utanaðkomandi aðstoð við það að ala upp börnin sín á ,,réttu" fæði og skapa tilbúna samverustund með börnunum við að líma miða inn í bók eða er verið að múgæsa, níðast enn meira á börnum sem neytendum og móta alla í sama formið? Hvað með þau börn sem fíla að dunda sér og spila á hljóðfæri?
Drekk te í tíma og ótíma, tek inn svona 5000 grömm af c-vítamíni á dag ásamt því að staupa mig á sólhatti því einhver skratti var við það að taka sér bólfestu í hálsinum mínum. Hann kæri ég mig ekki um að hafa. En þá, fyrst ég er svona rosalegur pælari, er skrattinn ekki tilkominn vegna einhverja andlegra krankleika, stresss, mataræðis? Veit ekki.
Rosalegur vindur hérna í höfuðborginni.
Góða nótt.
fimmtudagur, 16. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
...hlakki hlakki hlakki til að komí heimsókn til þín á morgun...vei vei vei....ég kann að meta eyrun...og augun og nefið og húðina....ég kann að meta þig vinkona...njóttu....vertu og hoppaðu....
Skrifa ummæli