þriðjudagur, 21. mars 2006

brazil dagurinn

Í dag skín sólin inn um gluggana.
Æsispennandi dagur.
Brjóstahaldaralaus dagur.
Afrek mín:
Sjá sólina inni í hlýjunni.
Fór út að kaupa mjólk í brasilíska rótsterka kaffið sem ég fann upp í skáp og veit ekkert hvaðan kom. Á leiðinni í mjólkurinnkaupin varð mér ljóst hvað það væri kalt og gott að ég væri búin að vera inni í allan dag að föndra fyrirlestur (30mín) fyrir morgundaginn. Ekkert power point. En mjög ljóðrænt. Og ætla ég að byrja og enda á því að vísa í samferðalang minn á árunum 95 - 98, bókina Maðurinn er alltaf einn eftir Thor Vilhjálmsson. Tilraunir eru hressandi. Víkjum aftur að sögunni. Kom við í bókabúðinni til að kaupa símakort. Fór út með það og listaverk. Að ég held. Tilboð á Draumalandinu - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ. 2500.
Af öðrum afrekum ber þar hæst að hafa þýtt viðtal (þar sem ég reyndi eftir fremsta magni að vera hlutlaus) og taka við áhyggjusímtali föður míns um líðan móður minnar, áhyggjur hans sendar áfram og túlkaðar í sms - form. Meðvirkni? Hlustað á viðtal við rúm/ísl-enska konu á rás 1 hjá Elísabetu Brekkan, sem einmitt á heiður skilinn fyrir að hækka rödd innflytjenda í fjölmiðlum. Nú og svo auðvitað er ég búin að naglalakka mig eina umferð. En fleiri skulu á því ég er að fara í matarboðshappadrætti hjá leynikvenfélagi síðar í kvöld. Vona að ég vinni eitthvað...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Minni á köku á Snorrabraut í kvöld, mið.22.mars.
xx Ágú

baba sagði...

giggjað...hlakka til að lesa andrabók...