miðvikudagur, 8. mars 2006

ha ha

það fer stundum í taugarnar á mér hversu léleg ég er að segja brandara. Enda hef ég ekki lagt mig fram í því að muna þá. En núna er allt bjart. Það kann ég vel að meta. Sólin skín í gegnum saltið á rúðunum og ég á leið út í skoðunarferð. En var hugsað til mismunandi upplifana á sama stað þegar ég gekk í gegnum suðurgötukirkjugarðinn fyrr í dag. Í sólinni. Með dub í eyrunum.
Fer kannski nánar út í þetta síðar eins og um svo margt sem ég skrifa hér. Græna uppskriftin af Guacamole-inu er t.d. ekki komin enn. Við erum samt að tala um kóríander í því. anyways.
Ýkt gaman í skólanum í dag eins og næstum því alltaf.
Ýkt gaman að endurheimta sambýling í 9 nætur.
Ýkt gaman að það sé kominn Mars og næst kemur Apríl.

1 ummæli:

baba sagði...

ég kann einn brandara...skjaldbökubrandarann...segi þér hann á næsta eldhúsfundi..