þá er internetið horfið heiman frá mér. heimasíminn líka. það er pottþétt draugur í símanum, eða í símalínunni. Þegar ég tek upp tólið heyrist tómt hljóð, eins og einhver á hinum endanum hafi gleymt að leggja á og enginn er sónninn. Símafyrirtækið vodafone segir að tæknideildin sé að vinnna í þessu, síðan í gærmorgun. Afleit þjónusta á háhraðatíma með tengingum út um allt og rafmagnsstraumum. zzinng ztinng.
núna er ég því staðsett á bar. en búin að vera í berlín þar sem sumarið var að koma og ég hjólaði út um allt með umferðina iðandi hliðina á mér, soldið óhagstætt ef maður var búinn að fá sér í tána. Fór á tónleika og í garðinn og út að borða og á berlínarbiennale þar sem málverkið er dautt og vídeóið er orðin nýja myndlistin. Átti yndislegt frí og hlakka til að fara aftur. Nú reality check one two three og skólavinna framundan. Síðan kann ég ekki við það að ríkisstjórnin hafi logið að mér um væntanlegt góðæri byggt á stóriðjustefnu og öðru eins. Hvar er góðærið? skammtíma skammtíma shit. Kreppan vofir yfir og verðbólgudraugurinn snýr kannski aftur í næsta áramótaskaupi, en ég man einmitt þegar hann kom fyrir áður á níunda áratuginum og skildi ekki neitt í honum.
Kirsuberjatómataplantan var búin að stækka töluvert í sturtubotninum.
laugardagur, 22. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli