laugardagur, 1. apríl 2006

hlutverk

var kennari á milli 13 - 15 í dag þegar krakkar komu í leikprufur. 2 börn voru ekki sótt á tilsettum tíma. 1 strákur og 1 stelpa. Ein móðirin var að keppa í borðtennismóti og hin hafði verið að versla í bréfpokabúð á laugaveginum. Ég prísaði mig sæla fyrir að hafa lesið krakkaopnuna í morgunblaðinu um hádegi og dró hana fram fyrir börnin sem gerðu þrautir og dulmálslykil þar sem útkoman var: æfingin skapar meistarann.

Ungt fólk eru samfélagshópur sem ég er einmitt að fara að kafa soldið dýpra í en í gærkvöldi fattaði ég hvað margir af minni kynslóð eiga og eru að eignast börn. Og þá er um að gera að umfaðma það tímabil. Kannski verð ég líka mamma einhvern tímann. Maður spyr sig. En fyrst þarf nú á getnaði að halda og enginn er möguleikinn á því í augnablikinu sökum landfræðilegrar fjarlægðar. Datt líka í hug að reyna að eignast barn með hugarorkunni einni saman, en fattaði svo að það kemur kannski til með að líta út svolítið sækó.

Næstu vikuna verð ég unglingamóðir í úthverfi.

Engin ummæli: