miðvikudagur, 26. apríl 2006

á leiðinni

Sílikon eiturgufur gerðu það að verkum að ég fann lyktina af djassi úr kjallaranum.
Upplýstur afturendi Ingólfs
lýsti mér leiðina heim
stilla í lofti
Lifandi neonandlit í glugganum í 1011.
Köttur á bekk undir tré.

Eins og lesendur sjá glögglega kemur ofanritað ekki til með að leiða til neins. En trúi því að hugskeyti megi senda á milli fólks. Hver hefur ekki lent í því að síminn hringi og ,,ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig". Hugsanir má líka færa í orð og þannig verða þær kannski raunverulegri, haldbærari. Fékk líka góða sumargjöf í dag. Kannski fæ ég aðra á föstudaginn.

Engin ummæli: