miðvikudagur, 5. apríl 2006

fermdur fullorðinn?

Strákur fagnaði 3 mánaða sambandi við stúlku í gær til klukkan 24:38. 38 mínútum síðar en útivistartíma lýkur.
Er með teina. Og teygjur. Ein teygjan á framtönnunum. Tekur hana bara úr þegar hann þarf að fara í sleik. Byrjaður að þvo af sér sjálfur. Kannski lógíst þegar blautir draumar eru komnir á stjá og maður vill ekkert að mamman (sú sem þvær mestan þvottinn) fari út í þau efni. Spilar póker, handbolta og fótbolta.

Það er fínt að búa annars staðar (sofa og vera með) annars staðar og koma síðan heim til sín að læra. Og fá sér te.
2 bls. eftir í fyrri ritgerðinni. Nú er það líkömnun sem ég er að fara að skoða, eða embodiment. Holdtekja var líka ein þýðing sem og holdgerving. Friðarte í kuldanum hér. Í fyrsta sinn fannst mér húsið eitthvað óþétt vegna vinda.

3 ummæli:

Ásdís sagði...

Æ en krúttlegt þetta með teinana, teygjurnar og sleikinn.....

Those were the days.....

baba sagði...

vá verðum að hittast í kaffi og ræða ritgerðarmálefni mar...nietzsche og skammtafræði hérna megin..jibbí!

kjabbikjuði sagði...

yndi mín kæra.