í dag var afsökunin ,, af því að hún er svo fátæk" notuð af viðmælanda mínum.
Þetta verður að teljast til tíðinda hér á landi þar sem allir eru á yfirdrætti og í djúpri skuldasúpu og fáir beinlínis ríkir. Athuga ber þó að í þessu samhengi er átt við efnislegan auð. Ekki andlegan. Þá vil ég ekki gera lítið úr þeim sem eru raunverulega fátækir og þurfa að svelta, ganga í sömu fötunum í mörg ár, sofa á dýnu, eiga bara 1 sokk og hallærislega úlpu... (í boði silvíu, en hún tekur sig vel út í auglýsingunum frá Japan)
Vinkona viðmælandans kom semsagt í heimsókn, þunn og ósofin uppúr hádegi í dag. Báðum fannst greinilega við hæfi að það sé eðlilegt að sofa heima hjá vinkonu sinni um miðjan dag þegar aðrir heimilismeðlimir eru að sinna sínum störfum, líka inni á heimilinu. Ég innti eftir því hvers vegna vinkonan gæti ekki bara sofið úr sér heima hjá sér og svörin voru þessi: fátæklingur, sem býr í 44 fermetra íbúð með móður og systur, það er bara þægilegra að sofa hér... og fyrir utan var bíll vinkonunnar, nýr upp úr kassanum. Er þetta meðaumkun ríka fólksins? Að leyfa fátæka fólkinu að sofa úr sér heima hjá sér? Eða meikaði vinkonan bara ekki að vera heima hjá sér og fá yfirheyrsluna frá mömmunni?
Síðan var stutt lexía í boði fyrir unglingana varðandi bremsuför í klósettum. Unglingarnir telja sig fullorðna á mörgum sviðum, en ætlast samt til að einhver skrúbbi skítinn. Einhver annar en þeir.
Vandamálið er bara, var ég svona? Ég er búin að vera að reyna að muna hvers konar unglingur ég var, því núna tel ég mig vera rosa fullorðins eftir miklar pælingar, þó ég sé stundum spurð um skilríki. Verð þó að minnast einnar sögu úr íslenskutíma í gaggó þar sem kennarinn spurði nemanda um heimaverkefni þar sem svörin voru í alvörunni ,,ég var í baði og verkefnið datt ofan í baðkarið"
Úthverfamóðirin kveður að sinni því eftir hádegi á morgun verður hún ekki lengur til.
föstudagur, 7. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ hæ.
Gaman að lesa þessa færslu þína. Það er margt í þessu hjá þér.
Skrifa ummæli