föstudagur, 18. ágúst 2006

das Wetter heute

skrítið hversu lipur orðaforðinn um veðurfar verður fyrst um sinn. Tala allir um veðrið?

Sumarfríið var skemmtilegt. Mér finnst líka samt eiginlega alltaf annars skemmtilegt... Hjólin með upp í lest og þ.a.l. auðvelt að skoða sig um. Í Rostock var Spa í boði. Í fyrsta sinn á ævi minni fór ég í heilsulind (Bláa Lónið fyrir norðan og sunnan ekki tekið með). Það var gott. Kannski of gott. 3 mismunandi tegundir gufubaða þar sem typpi og píkur gengu um og slöppuðu af án textíls... skiltin segja að hér sé svæði án textíl-efna.... nudd og andlitsbað og allskonar böð.

Jostein Gardner (höfundur Veröld Soffíu) segir Ísrael hafa falsað tilverurétt sinn, stundi ethnic cleansing og myrði börn. Jú, náði Ísrael ekki 70 börnum einu sinni með einni sprengju? Gardner þurfti síðan að biðjast afsökunar á ummælum sínum sem hann gerði með hálfum hug.

Komin með miða á Calexico, Broken Social Scene og Nada Surf á þriðjudag.

Kveðjustund: til allra þeirra sem skrifa komment því mér þykir vænt um það og til brósa og tánna hans tengdó (hann gerði grín að þessu og sagði hann hafa verið að merkja sér stað í kirkjugarðinum...)

4 ummæli:

Ragnhild sagði...

ég hugsa oft til þín líka Anna Katrin, ég hlakka svo til þegar þú kemur heim aftur. mig langar að keypa svona stort Tiipii tjald og búa til brennu inni og svo geta goðir vinir setið inni á reindyraskinnum og spjalla saman og segja sögur. Mmmm æði. + gítar og smá til að grilla og kaffikanna á brennuni. ég er nefnilega komin með nóg af djamminu í Rkv. hihi. hvernig líst þér á þessu?

Nikki Badlove sagði...

...vá hvað þetta hljómar allt fallega hjá ykkur konur góðar....má ég vera með í tjaldinu Ragnhild....

p.s. ég elska þegar stafaruglið í worverification verður að bullorði einsog núna: olsmi

AnnaKatrin sagði...

dúllukonur. Er alveg vel til í tjaldævintýri.

baba sagði...

líst vel á tjaldið...ég var í reykjavíkurstuði um helgina..sirkuslæti og gaman...en það var bara ekki sama gamanið án ykkar! hlakka mikið til að fá ykkur til ísalands aftur! til hamingju með calexico og broken social scene...held að þeir síðastnefndu hafi gefið mér bestu tónleikaupplifun so far í englalandi í vetur....petra og einhverjir torontomenn tala um að bss vilji koma til ísalands að spila..á airwaves eða eitthvað soleis...mikið væri það nú gaman...bið að heilsa...