laugardagur, 5. ágúst 2006

diediedender

dagarnir líða hratt. Áttaði mig á því að það væri kominn laugardagur í Verslunarmannahelgi. Sendi stuðning til verslunarfólks. En er ekki allt opið hvort sem er á mánudaginn?

Ég er glöð og þakklát í vindinum og regndropunum sem slæðast með. Hef alltaf verið hrifin af því sem Ry Cooder gerir og er núna að hlusta á Chavez Ravine. Upprunalega var það tónlistin við kvikmyndina Paris, Texas sem kom honum á kortið hjá mér. Núna er hann voða mikið í því að spila tónlist með hópum fólks víðsvegar í veröldinni og gefa út til að leyfa hinum kapítalíska/oríentalíska heimi að upplifa. Annars var uppáhaldshljómsveitin mín í gær Spaceman 3 (phsychadelískt rokk) og síðan spilar Gonzales frá Kanada undurfallega fyrir mig á píanó (solo piano heitir diskurinn) en ég veit ekki alveg hvað hann er að gera með því að spila bara einn á píanó. Hvar eru mörkin? Hversu langt má poppmenningartónlistarmaður fara inn á klassísku brautina til þess að það virki?

Mental memo nr. 1: Já, ég hlakka ennþá til að hætta að reykja.

Fór á markaðinn í morgun og verslaði kræsingar svo ekki sé meira sagt. Allskonar dæmi til að borða með brauði. Voða mikið úrval af allskonar heilsusamlegum ídýfum fyrir brauð. Umm, lecker. Ferskt grænmeti og brakandi ávextir. Ferskt pasta og pylsur. Það er gaman.

Ég gæti faðmað allan heiminn...

1 ummæli:

kjabbikjuði sagði...

þið eruð í góðum málum. og það er lokað í kringlunni amk á sunnudegi og mánudegi.