laugardagur, 12. ágúst 2006

veislubruðkaup

Hef mikinn áhuga á að vita hvernig hægt sé að gera svona falleg listaverk sem má borða og njóta, og tók því myndir til þess að varðveita lúkkið... Enginn þorði að byrja á hjartakökunni.
IMG_2952
IMG_2950
IMG_2948
Og ein af hinum nýgiftu í lokin að dansa. Þetta var frábær veisla sem endaði í heljarinnar rokkabillý dansorgíu.
IMG_2959

Fengum annars leiðinlegar fréttir um hádegisbil, tengdó-Wilfred missti 4 tær af hægri löpp (allar nema litlutá) í sláttuvélaslysi. Held að ekki hafi verið hægt að bjarga tánum sem lágu dreifðar á vígðu landi (hann var að hjálpa til við að hreinsa til í kringum kirkjuna í þorpinu). Voðalega á fóturinn á honum eftir að líta skringilega út. Kannski væri bara betra að taka litlutá líka af... svona fyrir lúkkið... Og hvað með jafnvægið? Kannski verður hann með staf það sem eftir er? Getur maður ekki alveg labbað með 6 tær? Að öllu gríni slepptu sendi ég strauma yfir hafið og vona að hann jafni sig fljótt, en hann var enn í aðgerð áðan.

Engin ummæli: