þriðjudagur, 1. ágúst 2006

das Bild

IMG_2872IMG_2881

Það getur verið mjög hressandi eins og varð raunin nú síðastliðna helgi að fá sér tónlistarlega fullnægingu. Þá á ég við að upplifa lifandi tónlist á einbeittan, náinn og opinskáan hátt. Berlínarfestivalið var uppi í sveit, haldið við kjöraðstæður. Það féllu meira að segja nokkrir dropar, hægt og rólega, til að kæla fólkið niður. Á vettvangnum mátti m.a. finna risastórt hesthús, svín og ýmis konar fugla í búrum. Line-uppið var ekkert spes fyrir mína parta, en þar báru af Stereo Total, Powers og já, The Ravonettes... og þá hlýtur að vera fokið í flest skjól. Stereo Total áttu mig algjörlega og ég tapaði mér í dansi sem hristir einmitt vel upp í þessari sumarorku sem stundum vill allt hægt og hljótt sökum hita. Fyrir partýtryllt franskt/þýskt popp gat maður ekki annað en hrist skankanna, sem þurfti þó að gerast á mjög nettan og krúttlegan hátt sökum þess hversu hipp og kúl tónlistin virkilega er. Powers var hrátt og gott (international líka, Berlín/NY/?) og The Ravonettes spiluðu einstaklega þétt og vel....b leaaaaaa þau voru einfaldlega bara of kúl á sviði, en tónlistina myndi ég aldrei kaupa mér.

IMG_2883

Náttúruna má líka finna í stórborginni. Og gleðst ég yfir því að geta hjólað í heilan dag án þess að þurfa að fara sömu götuna tvisvar. Einnig finnst mér gott að eiga athvarf í görðum borgarinnar þar sem maður getur fengið sér pínu grasorku í gegnum tærnar sem vanalega eru skítugar af mengun gatnanna. En naglalakkið bregst ekki og felur sorgarrendurnar.
IMG_2856
IMG_2878

Eftir tuttuguogfjóra daga hætti ég að reykja og hlakka til. Þá verð ég búin að reykja í næstum því nákvæmlega 10 ár sem þykir gott hér á bæ. Ég á einfaldlega betra skilið. Á morgun er spáð þrjátíuogátta stiga hita.

Hugur minn er líka í Líbanon, Lancaster og hjá manninum sem festist í lyftu um daginn. Jú og hjá þeim fjóru nýgiftu einstaklingum sem ég þekki og brátt vera þeir sex þegar ég fer í brúðkaup hér hjá Gero og Önnu. Megi sambönd ykkar dafna.
Ást og friður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þig kona. Ég er einmitt búin að vera reyklaus í mánuð. Við erum bara öll að verða reyklaus í mannfræðinni. Jó fékk styrk til að fara til Malawi og er víst farinn í sex mánuði. Haltu áfram að hlakka til að hætta, það virkar :-)