laugardagur, 10. september 2005

russarnir

Setti hárið í fléttu áður en ég fór í vinnuna. 4 sýningar á rússnesku. Grilljón Rússar til að höndla. Lærði tvo orð á rússnesku. Komiði sæl og sjáumst (bless). Man ekki hvernig á að skrifa þau. Margir þeirra tala ekki önnur tungumál sem Íslendingar gætu mögulega skilið, en samt verður aldrei vandræðaleg þögn. Mjög merkilegt. Þeir töluðu endalaust þótt maður skildi ekki baun.

Draugasaga.
Norðanmegin í húsinu er aðstaða starfsmanna, þ.á.m. leikaraherbergin. Á efstu hæðinni lokaði ég öllu, slökkti o.s.frv. Þar var enginn. Síðan hélt ég niður á næstu hæð. Þegar ég var rétt komin inn á ganginn úr stigahúsinu sveif framhjá mér eða meira fyrir aftan mig, þ.e.a.s. í stigahúsinu, dökkhærð ung kona. Töluvert lægri en ég, mjög föl í framan og í hvítri prjónapeysu. Hún hélt bara áfram upp og ég sagði bara halló án þess að fá svar. Það kom mér ekki á óvart þar sem stelpan væri ókunnug tungumálinu. Síðan hélt ég áfram og hugsaði hvað gellan væri eiginlega að gera, þar sem allir voru farnir. Kannski gleymdi hún einhverju. Ég hélt ferð minni áfram án þess að svitna.

Eftirsagan er sú, að enginn fór út um bakdyrnar í millitíðinni, inni á sviði voru bara karlmenn og engin stelpa var á efstu hæðinni þegar ég fór heim...

Góða nótt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta fær hárin til að rísa......
Hrefna

Nafnlaus sagði...

úúúú en spennandi

AnnaKatrin sagði...

en hvað ég er glöð yfir að sagan hafði tilætluð áhrif. Var í vafa með hvort sagan meikaði sens fyrir lesendum...

Nikki Badlove sagði...

...spennó líf í þjóðleikhúsinu...fer að koma til þín og ef ekki ég þá allavega allar dvdmyndirnar þínar...pínu skömmustuleg...eehemm...