Það er ein af síðustu haustflugunum hjá loftljósinu. Stærri týpan af húsflugu. Eitthvað á hún stutt eftir gæskan. Náði einu hári út úr mér sem var búið að bögga munninn á mér eftir að ég kom heim áðan. Nú finnst mér enn eins og ég sé með eitt stykki hár í munninum. Kannski er ég að verða úlfur eða varúlfur.
Ein af bestu vinkonum mömmu var að deyja. Í kvöld var ég svona almennilega með henni í fyrsta skiptið eftir það. Mamma vill ekki syrgja of mikið. Heldur að sálin vilji heldur bara fara í friði. Búin að segja good bye. Fólk hefur sínar aðferðir. Hún er á því að allir syrgi í lífinu. Bara á sinn hátt. Misdjúpt. Misbiturt. Misstóískt.
Það var góður kvöldmaturinn. Gefur mér yfirleitt lambakjöt og heldur að hún sé að bæta upp fyrir prótínskortinn þar sem ég kaupi ofursjaldan kjöt. Kannski einu sinni til tvisvar í mánuði. En ég fíla að borða kjöt. Ég er bara ekkert sólgin í það. En saltið er ég sólgin í og get sleikt á mér puttann, dýft honum í salt og sleikt. Namm. Það er kannski vegna þess að ég kem frá eyju sem umlukin er söltum sænum. Jafnvægi. Ræddi um völd Vesturheimsins yfir kvöldmatnum kjötinu sem var by the way mjög gott og fréttirnar á öllum rásum kraumuðu í bakgrunninum. Þ.á.m. Fox News. En til er nýleg heimildamynd um það hvernig sú sjónvarpsstöð skapar þekkinguna, framleiðir hana. =Vídeógláp. Rita baby down to 4.
Keypti Danfoss hitastillir fyrir ofninn í eldhúsinu. Fór inn í Byko á Hringbraut til þess arna og var ekki gaurinn bara geymdur inn í læstum tréskáp vegna þess að hver og einn kostar 1990. Kominn á og hitinn í ofninum aðeins farinn að lækka og flugan dauð. Allaveganna heyrist ekki í henni lengur.
föstudagur, 23. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blog Censorship Handbook Released
A handbook offering advice on bloggers protecting themselves from recrimination and censors was released by Reporters Without Borders.
Your blog rocks ! I'm definately going to come back!
I have a informationsite/blog. It pretty much covers information related stuff.
Come and check it out if you get time :-)
Skrifa ummæli