föstudagur, 14. október 2005

ljonið i þriðja auganu

jamm pílukast er kúl og ég verð baneitruð næst.

ok. í fyrsta lagi er ég mjög heppin. Fyrir það að geta rætt mjög áhugaverð málefni í vinnunni við ótrúlegt fólk. Þar að auki get ég lært fullt, en í kvöld las ég t.d. 3 blaðsíður í vinnunni, sem ég tel ekki mikið. Skamm stelpa. En að áhugaverðum málefnum sem komu upp í kvöld: draumráðningar á hafi og grasi. Massa samtal við þroskaðan tónlistargúru um konur og tónlist eða rokk og ról... nokkuð sem ég hef hug á að rannsaka og hann sagði að ég mætti alltaf tala við sig sem verður massa, fyrir utan það að hann er ekki kona. En hann gæti alveg verið kona. Já og síðan var líka rætt brjósklos, blind stefnumót, hugleiðsla og ljón. Ekkert um Halldór í Hollywood sem verður frumsýnt á morgun. Það er fínt. Stundum held ég að fólk fatti alveg hversu takmarkaður áhugi minn er á leikhúsinu sjálfu, en ég hef áhuga á fólkinu sem gerir leikhúsið. Er það ekki nóg? skiluru, ok, mest töff. Sá endann á S.Nótt og hún var náttlega gordiuss. Kann ekki að skrifa aðra stafsetningu en þá sem ég lærði frá 5 ára til 12 ára. Sem þýðir að ég kann ekki að skrifa lingó dagsins í dag. En leikhúslingóið er ég að detta inn í t.d. járnteppi, nótur og kantur.

ok. í öðru lagi er ég í fínu lagi og nenni ekki að skrifa meira og ætla að halda áfram að hlusta á cinematic orchestra sem er einkar þægileg tónlist svona seint á síðum kvöldum, tónlist í anda við portishead nema bara mun minni söngur.
Yours truel(ad)y

2 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

takk fyrir mín kæra, ég kíki líka reglulega í heimsókn til þín. Minn kæri kemur frá eyjunni Cape Breton í Nova Scotia (u.þ.b. 3ja tíma akstur í norður frá Halifax).

baba sagði...

múshí múshí múshí...