laugardagur, 14. janúar 2006

fullnæging

jahá. Svona er það bara.

Átti nefnilega yndislegar stundir í 1 sólarhring á milli Hellu og Hvolsvallar nú í vikunni. Fór í sveitaferð með góðum bílstjóra og gisti í svokölluðum sumarbústað, sem ég veit ekki hvort sé réttnefni, því nógur var snjórinn og kuldinn. En mótvægið var hitinn í hjörtum fólksins. Morguninn eftir var næstum allur snjórinn farinn. Hef þó staðfesta ábendingu um það að snjórinn hafi komið strax aftur. Það verður nefnilega bjartara með snjónum. Sá Krumma, 3 hvítar rjúpur og heyrði í einhverjum öðrum. Annað var þar ekki af líkamnaðri náttúru. En spurningin er hvort við séum afbrigði náttúrunnar. Ég veit það hreinlega ekki, sérstaklega í ljósi allra þeirra gerviefna sem við neytum sem og mæður okkar gerðu líklega. Síðan eru konur oft tengdar við nátúrunna, þ.e. sem meira tengdar henni en karlarnir. Það tel ég vera argasta bull. Ef ekki klám. Ég þekki margar karlkyns verur sem tengja sig náttúrunni í daglegu lífi. Auðvitað hefur þessi röksemd með tíðahringinn að gera og möguleikann á að bera börn. Er það eitthvað meira náttúrulegra en að geta framleitt sæðisfrumur í mismiklu og misgóðu magni? Nú skal ekki segja... en það þarf tvo til ef ætlunin er að fara að stunda kynlíf með möguleikanum á getnaði. Og það er svo náttúran. Ef... við erum náttúrubörn? Án þess að sleppa mér alveg, vil ég benda á möguleikann á að tengjast náttúrunni, þar sem manni líður oftast mjög vel eftir þannig gjörninga. Í þannig transi getur maður gert svo mikið, losað sig við óþægindi, tæmt hugann, fyllt sig af orku... o.s.frv. Þegar það gerist held ég að mannveran tengist náttúrunni og finni ákveðinn frið og samhljóm sem mannvera. Það er yfirleitt gott. T.d. þess vegna ætti ekki að fara í stóriðjuframkvæmdir í Náttúru Íslands. Til þess að mannveran sé virkur, sáttur, heill einstaklingur í samfélagi sem er í jafnvægi þarf náttúruna því hvar annars staðar ætlar hann að ná sér í orku?

Menningin.
Ef við getum verið hluti af náttúru, getum við alveg verið hluti af menningu. Talið er að mannfólkið skapi menninguna. Oftar en ekki er talið að karlar skapi menninguna. Það hlýtur að fara að breytast. Fólk hreinlega hlýtur að fara að átta sig á því að það þarf a.m.k. tvö til. Um leið og mannfólkið skapar menninguna hefur það áhrif á annað fólk. Því fólk lifir sem menningarverur. Mér sjálfri finnst það nú ekki alltaf augljóst, en það er annað mál. Einnig er vert að velta því fyrir sér hvað menning er: culture is the "set of distinctive spiritual, material, intellectual and emotional features of society or a social group, and that it encompasses, in addition to art and literature, lifestyles, ways of living together, value systems, traditions and beliefs" Unesco 2002. En eðlilega hefur spurningin um hvað sé menning verið lengi á pallborðinu hjá fólki og margar mismunandi skýringar komið fram. Menning spenninga peninga...

Þannig að í sveitinni var þetta bæði, náttúra og menning. Tvíhyggjuskrattinn sjálfur in action. Tekið skal fram að ég tel báða ofangreinda þætti syngja saman, og hafa áhrif í báðar áttir. Ef við erum menningarverur þá erum það við sem erum að skilgreina náttúruna... Af hverju hlustum við ekki á náttúruna í okkur, á náttúruna í kringum okkur og þann anda sem henni fylgir? Af hverju er menningin og menningarverurnar búnar að útiloka svo margt, setja allt í flokka til að það sé auðveldara að hugsa, ákveða hvað er rétt hugsun og hvað er röng? Það er allt í lagi að endurskoða afstöðu sína, maður má breytast, maður má breyta skoðunum sínum.
Nenni ekki meir að sinni.
Kvöldkveðjan fer til brósa í NYC þar sem jazzráðstefna er nú í gangi.
Nú eru komnir tveir einstaklingar undir þakið hér heima sem er gott, einn sefur á loftinu á meðan hinn sefur inni í svefnherbergi. Jesus G. er kominn í heimsókn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kveðjuna;)
amma sagði mér fyrir löngu að DV væri klámblað.
það er æsings frost í útlöndum.
stytta frelsisins biður að heilsa!