ég sver það það er að líða yfir mig af spenningi. Eftir veðurspánni að dæma býst ég við að meðaltali 10 stiga hita, sól og ský og kannski vorrigningu. Vona að ég sjái fuglaunga. Og vorblóm. Blómin mín aftur á móti, þ.m.t. unga kirsuberjatómataplantan eru komin inn í sturtu. Þar ætla ég þeim að dafna á meðan ég er í burtu. Sólskinið og evran á svona 93 krónur. Flugvöllur, fólk, flugvélar, flugfreyjur og þjónar. Vorstraumarnir eru á leiðinni.
Verð að róa mig með kaffi og sígó. Ást og friður.
p.s. keisaramörgæsamyndin er æði, sem og bbc þættirnir á rúv á mánudögum, Planet Earth.
miðvikudagur, 12. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já, mörgæsamyndin er ÆÐI ! Ég svoleiðis hágrét yfir henni, svo falleg og átakanleg, allur pakkinn bara.
Hvernig var í Berlín ?
xx Ágú
Skrifa ummæli