þriðjudagur, 25. apríl 2006

viðburðir

hér má sjá afritun af miðanum sem ég skrifaði fyrir daginn í dag:

sturta - læra - yoga - tannlæknir 13:45 - vinna.

Svona er maður orðinn sjúskaður í hausnum, verður að skrifa miða til að muna. Kannski eru þessir miðar mínir líka til þess að halda mér við efnið. Sem er ritgerðarsmíð um vettvanginn í mannfræði. 2 blaðsíður af 10 komnar á blað.

Hjá tannsa, reyndi ég að anda djúpt og slaka á í stólnum. Sem gengur bara ekki svo vel þegar hljóðið inni í hausnum á manni er að æra mann. Hljóð borsins að sjálfsögðu. Enda er ég ekki með sterkustu tennurnar. Upplifi mig sem hetju í hvert sinn þegar þessu er aflokið, kúreka sem hefur verið kýldur hressilega utanundir, enda var ég dofin í langan tíma eftirá. Klinkan talaði um andvökunótt sína, og daginn eftir komst hún að því að 3 aðrar konur í Árbænum hefðu verið andvaka sömu nótt. Tannlæknirinn hélt að geimskip hefði verið fyrir ofan Árbæinn sem hélt fyrir þeim vöku (var ekki alveg í aðstöðu til þess að meta hvort hann hafi verið að reyna að vera fyndinn), en klinkan var sannfærð um að þetta hefði eitthvað að gera með þrýstinginn. Ég reyndi hvað ég gat, en án árangurs að benda á að þegar djúp lægð væri yfir borginni hefði skrifstofa skólastjórans alltaf verið full af gemlingum og öll börnin í pati. En þeir dagar eru liðnir. Ég er ekki lengur kennari. Kannski verð ég kennari aftur seinnameir. Eða flugmaður. Helst þó uppfinningamaður. En ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst uppfinningamaður skemmtilegast.
Bestu kveðjur og bros:)

Doddi djassmilli.
(ekki milli eins og á milli veggja, heldur milli eins og í ógisslega ríkur:))

AnnaKatrin sagði...

Gleymdi að segja að Lalli Johns kom í heimsókn til mín í vinnuna í gær. Hann er viðkunnalegur og kurteis maður og það er ekkert grín.

baba sagði...

va! heppin thu ad hitta godsognina lalla! en vardandi laegdir...thegar thaer eru yfir landinu kemur lika laegd yfir mig..og marga adra sem eg thekki...orku og andleysi algeng laegdareinkenni..longun til ad liggja bara i sofanum og lulla...skrytid ad konur i arbaenum verdi tha svefnlausar...kannski hafa laegdir yfir landinu mismunandi ahrif a mismunandi landshluta...laegd yfir sudurnesjum thydir slappleiki en laegd yfir reykjavik thydir oroi? hmmm...

baba sagði...

va! heppin thu ad hitta godsognina lalla! en vardandi laegdir...thegar thaer eru yfir landinu kemur lika laegd yfir mig..og marga adra sem eg thekki...orku og andleysi algeng laegdareinkenni..longun til ad liggja bara i sofanum og lulla...skrytid ad konur i arbaenum verdi tha svefnlausar...kannski hafa laegdir yfir landinu mismunandi ahrif a mismunandi landshluta...laegd yfir sudurnesjum thydir slappleiki en laegd yfir reykjavik thydir oroi? hmmm...