úti rignir og rignir og rignir.
Þótt flestir gluggar séu hálf lokaðir, þá heyrist alltaf tónlist úr öðrum íbúðum. Red Hot Chilli Peppers er einhver að spila núna, síðasta sunnudag var það Frank Sinatra. Í staðinn býð ég Mikah 9 velkominn í hljóðheim minn með rappi/hipphoppi (ekki nýjustu plötuna þó). ,, so strong is the whole universe........"
Það þýska fólk sem ég hef umgengist að undaförnu er allt frábært. Hér er gott að vera. Allir mjög stundvísir sem mér líkar mjög vel. En Daniel (frá Hamborg) var einmitt að klára skólann og skoðaði hvernig (staðlaðar) hugmyndir um menningu eru kynntar á vettvangi viðskipta og almannatengsla. Notaðist við Gramsci og kenningar hans um Hegemóníu (e.hegemony), sem ég kann illa að þýða. Samt var þetta ekki djók með stundvísina. En þar sem ég er ég, vil ég ekki gleypa það að allir Þjóðverjar séu stundvísir frekar en þeir séu allir nískir. T.d. hef ég ekki hitt neinn nískan. Kannski með því að vera að skrifa um þetta hér er ég að viðhalda þessari hugmynd um að Þjóðverjar séu stundvísir, eða bara að gera grín af henni, eða kannski skiptir það sem ég skrifa ákkúrat engu máli. Ekki misskilja, ég er ekki að væla hérna. Ég er að tala um í víðara samhengi...
á morgun fer ég í þriggja daga ferðalag. Rómans í Rostock.
Sá bókina Rummungur Ræningi á þýsku, sama koverið og heima. Man bara ekki hvernig þetta útleggst á þýsku. En bókin var góð, allaveganna í minningunni.
hvað eru mörg err í því?
sunnudagur, 13. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
allt allt of mörg rrrrr, góða skemmtun í Rostock. Sjáumst brátt Móa ;)
Skrifa ummæli