þriðjudagur, 29. ágúst 2006

friction

gengur ekki vel að blogga, en gengur aftur á móti vel að reykja ekki. Það er gaman.
Það er aldeilis fínt að vera byrjuð að vinna. Jákvæðnin skiptir máli hvort sem það er heima fyrir, á vinnustað, í skólanum, eða bara hvar sem er. jájákvæðninborgarsig.
Skólinn byrjar í næstu viku, þannig að þangað til verð ég ekkert of stressuð, ekki það að ég sé hin stressaða týpa en samt er soldið skrítið að reykja ekki. Hugur minn rasar og rasar dagsdaglega. Mér finnst ég ekki geta slappað af í sófanum og chillað feitt og mér finnst maturinn alveg sérstaklega bragðgóður. En ætli nýjabrumið af því að reykja ekki eigi ekki eftir að hverfa eftir skamman tíma?

Eftirfarandi bækur í góðu standi til sölu:
Friction: An Ethnography of Global Connection eftir Tsing.
Development Anthropology eftir Nolan.
Development Fieldwork eftir Scheyvens & Storey.
Localizing Knowledge in a Globalizing World ritstýrt af Mirsepassi, Basu og Weaver.
Imperial Eyes: Travel Writing and Transculturation eftir Mary Louice Pratt.

3 ummæli:

Hrefna sagði...

Þú ert dugleg!!

Nafnlaus sagði...

Ég hef fulla trú á þér AK mín, gangi þér vel í reykleysinu :)

AnnaKatrin sagði...

takk fyrir sætu konur.