aðfaranótt 21. júlí var verulega tekið að dimma um miðja nótt. Það virðist sem bjartar íslenskar nætur eigi bara við í mjög skamman tíma á ári hverju en alltaf er gert svo mikið mál úr þeim. Sumir fögnuðu dimmunni í nótt, fannst sem þungu fargi væri af þeim létt.
Las í blaðinu í morgun að laugardagsmarkaðurinn í Mosfellsdal opnar í dag, 12 - 17 og er í gangi fram á haust. Þangað hefur mér alltaf fundist mjög gaman að fara og ná í ýmislegt góðgæti ræktað þar í kring. En í dag ætla ég að hlusta á djasstónleika og fara í brúðkaupsveislu. Á mánudaginn ætla ég til Kanadia. Jibbý. Lifið heil.
laugardagur, 21. júlí 2007
fimmtudagur, 19. júlí 2007
23886
Ég hljóp á eftir honum í svörtum sandinum. Hann hljóp hraðar en ég þrátt fyrir að hann haltraði á hlaupum sínum. Við vorum á flótta undan sama fólkinu. Áður höfðum við rænt og ruplað hér og þar, enda vorum við þvinguð til þess og höfðum ekkert val. Ég hafði mundað skammbyssuna á afgreiðslustúlku símafyrirtækisins en þrusað henni í staðinn á hnúa hennar sem studdist við afgreiðsluborðið þannig að úr blæddi. Blóðið fór vel við rauðan og hvítan einkennislit símafyrirtækisins.
Á meðan ég hljóp birtust myndir fyrir augum mér, eins og úr gamalli sjónvarpsútsendingu. Það var greinilegt að hann sem ég elti hafði tekið þátt í Ólympíuleikunum í fimleikum í heimalandi sínu, einhvers staðar í Asíu. Sjónvarpsútsendingin sýndi hann skara framúr í fimleikum með Ólympíuhringina í bakgrunninum. Hvernig stóð á því að hann haltraði svona?
Það er ónotaleg súr lykt í eldhúsinu og ég veit ekkert hvaðan hún kemur = ekki draumur.
Á meðan ég hljóp birtust myndir fyrir augum mér, eins og úr gamalli sjónvarpsútsendingu. Það var greinilegt að hann sem ég elti hafði tekið þátt í Ólympíuleikunum í fimleikum í heimalandi sínu, einhvers staðar í Asíu. Sjónvarpsútsendingin sýndi hann skara framúr í fimleikum með Ólympíuhringina í bakgrunninum. Hvernig stóð á því að hann haltraði svona?
Það er ónotaleg súr lykt í eldhúsinu og ég veit ekkert hvaðan hún kemur = ekki draumur.
sunnudagur, 8. júlí 2007
miðvikudagur, 4. júlí 2007
sumirdagar
Yfir nótt hafði könguló spunnið sér vef í hjólinu mínu, nánar tiltekið hjá stýrinu. Hún var í vefnum þegar ég hjólaði af stað, en ég held að hún hafi nýtt farið og stokkið í burtu á hentugum stað. Alveg eins og fatlaði hamsturinn Hulda sem tvítug frænka mín fékk í afmælisgjöf á dögunum og í miðju partýinu ákvað hann að fara á hentugri stað inni í trjálund og koma aldrei til baka.
Nú á dögum sem líða einmitt ofurhratt, einkennast þeir af staðgóðum morgunverði, vinnu (sem felur í sér afritun viðtala og að taka viðtöl við þátttakendur Airwaves) og sundferðum. Það mætti halda að ég gerði ekkert annað né borðaði bara einu sinni á dag, en svo er ekki. Þetta eru mikilvægir þættir í deginum mínum auk þess sem yogaæfingar eru oft gerðar hérna í stofunni undir söng búddamunkanna.
Tilefni skrifanna í dag er m.a. afmælisdagur bróður míns. Hann er mér líka mikilvægur, bæði sem vinur og bróðir, enda áttum við yfirleitt mjög góðar æskustundir fyrir utan eitt skipti þegar við hótuðum að drepa hvort annað. Ég get ekki munað af hverju.
Til hamingju með afmælið.
Nú á dögum sem líða einmitt ofurhratt, einkennast þeir af staðgóðum morgunverði, vinnu (sem felur í sér afritun viðtala og að taka viðtöl við þátttakendur Airwaves) og sundferðum. Það mætti halda að ég gerði ekkert annað né borðaði bara einu sinni á dag, en svo er ekki. Þetta eru mikilvægir þættir í deginum mínum auk þess sem yogaæfingar eru oft gerðar hérna í stofunni undir söng búddamunkanna.
Tilefni skrifanna í dag er m.a. afmælisdagur bróður míns. Hann er mér líka mikilvægur, bæði sem vinur og bróðir, enda áttum við yfirleitt mjög góðar æskustundir fyrir utan eitt skipti þegar við hótuðum að drepa hvort annað. Ég get ekki munað af hverju.
Til hamingju með afmælið.
miðvikudagur, 27. júní 2007
föstudagur, 22. júní 2007
TaKK fyrir mig elsku fólk, það var gaman að fá ykkur í veislu og ekki voru gjafirnar og fjar-kveðjurnar af verri endanum. Helst ber að minnast á 2 eintök af nýjustu útgáfu íslenskrar orðabókar, en ein breyttist í 4 aðrar spennandi bækur frá Routledge útgáfunni, en það gleður mig að þær bækur séu nú fáanlegar í ágætu úrvali hér í Austurstræti.
Rice Krispies kakan (sjá hér að ofan) kláraðist langfyrst, þrátt fyrir hnuss og svei ömmu yfir vali á kökutegund og brauðterturnar voru í morgunmat daginn eftir og aðrar kökur fylltu ísskápinn í nokkra fleiri daga. Ég þakka pent fyrir mig aftur. En nú er veislustand búið og alvaran hefur aftur tekið við.
Rannsóknarvinna á fullum snúning, viðtöl og læti. Það er líka mjög gaman enda finnst mér fólk alveg frábært og spennandi og skemmtilegt. Nema þeir sem virða íbúalýðræði að vettugi og hlusta ekki á neitt nema sjálfs síns rass. Lendi eflaust í spennandi sveitaferð í kvöld og yfir helgi með frábæru og skemmtilegu fólki.
Góða helgi þegar dag er tekið að stytta.
föstudagur, 15. júní 2007
á rauðu ljosi
bærðist puntstráið á umferðareyjunni. Tíminn stöðvaðist í dag þegar ég var að fara að kaupa plastdiska og beið í röð.
Hlakka til að geta verið umvafin af náttúrunni í sumar. Liggja í grasinu meðal puntstránna.
Hlakka líka til að sjá ykkur kæra fólk á laugardaginn frá 14 - 18.
Hlakka til að geta verið umvafin af náttúrunni í sumar. Liggja í grasinu meðal puntstránna.
Hlakka líka til að sjá ykkur kæra fólk á laugardaginn frá 14 - 18.
laugardagur, 9. júní 2007
Gurudev
Hingað til hef ég ekki lagt í vana minn að sækjast eftir því að hitta heimsfræga yogameistara sem draga grilljón áhorfendur að hvarvetna. En nú eftir að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa það get ég borið þannig samkundur við tónleika. Áhorfendur eru samankomnir á einn stað með eftirvæntingu og opin hjörtu, hlusta síðan (þögulir) á boðskapinn sem á borð er borinn. Hver og einn tekur með sér það sem hann vill og skilur eftir það sem hann þarfnast ekki þá stundina. Upplifunin er persónubundin, oft byggð á fyrri reynslu og þekkingu, líkt og með tónleika. Ætli það hafi ekki verið um 150 manns komnir saman í gær og ég upplifði kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Ólíkt rokktónleikum var klappið í lokin mjög meðvitað eða kannski bara dannað og líklega sendi hver og einn góða orku í þakklætisskyni með hverju klappi.
Upplifunin var í heildina mjög góð og ég fékk fullt í nesti til að maula, en á tímabili fór ég að efast og hugmyndir um heilaþvott komu upp en hurfu jafnhraðan og þegar Gurudev var að sýna öndunaræfingu og mér fannst hann bókstaflega svífa yfir sæti sínu. Magnað.
Í dagrenningu hannaði ég síðan yoga-stærðfræði-kennslu í svefnrofanum alveg frá a-ö. Þetta var nokkurs konar vakandi draumur. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna það gerðist en það var frábært. Hugur minn leitar kannski aftur til kennslunnar, ég veit það ekki, en þetta voru kannski einhver skilaboð um framtíðina... Hvað stærðfræði varðar þá hef ég hingað til aldrei talið mig stærðfræðisnilla, en er löngu hætt að vera hrædd við stærðfræði og finnst hún meira að segja mjög spennandi og skemmtileg.
Verð að koma því að að Skátar voru þrusu á Sirkús á fimmtudag. Það er gaman að fara á barinn og geta verið í sömu fötum daginn eftir án þess að þurfa að viðra þau. Stundum langar mig samt mikið í sígó. Ég held líka að það hafi verið sterkur leikur að setja reykingarbannið nú 1. júní til þess að fólk hafi sumarið til þess að venjast því að standa úti í ögn skárra veðri en um hávetur. Á morgun verður dúndrað í rice crispies kransaköku með aðstoð mömmu, en fyrst í partý í kvöld. Til hamingju með daginn elsku Anna Sigríður. Ást og friður.
Upplifunin var í heildina mjög góð og ég fékk fullt í nesti til að maula, en á tímabili fór ég að efast og hugmyndir um heilaþvott komu upp en hurfu jafnhraðan og þegar Gurudev var að sýna öndunaræfingu og mér fannst hann bókstaflega svífa yfir sæti sínu. Magnað.
Í dagrenningu hannaði ég síðan yoga-stærðfræði-kennslu í svefnrofanum alveg frá a-ö. Þetta var nokkurs konar vakandi draumur. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna það gerðist en það var frábært. Hugur minn leitar kannski aftur til kennslunnar, ég veit það ekki, en þetta voru kannski einhver skilaboð um framtíðina... Hvað stærðfræði varðar þá hef ég hingað til aldrei talið mig stærðfræðisnilla, en er löngu hætt að vera hrædd við stærðfræði og finnst hún meira að segja mjög spennandi og skemmtileg.
Verð að koma því að að Skátar voru þrusu á Sirkús á fimmtudag. Það er gaman að fara á barinn og geta verið í sömu fötum daginn eftir án þess að þurfa að viðra þau. Stundum langar mig samt mikið í sígó. Ég held líka að það hafi verið sterkur leikur að setja reykingarbannið nú 1. júní til þess að fólk hafi sumarið til þess að venjast því að standa úti í ögn skárra veðri en um hávetur. Á morgun verður dúndrað í rice crispies kransaköku með aðstoð mömmu, en fyrst í partý í kvöld. Til hamingju með daginn elsku Anna Sigríður. Ást og friður.
miðvikudagur, 6. júní 2007
morr
Tónleikar í gærkveldi.
Isan
Seabear
Tarwater
The go find
Benni Hemm Hemm.
Ég kolféll ekki fyrir neinum útlenskum tónum þó, en alltaf gaman að kynnast nýrri lifandi tónlist. Nú eru dívurnar Asha Bhosle (Bollywood söngkona með meiru, en hún syngur og leikararnir mæma) og Feist uppi á pallborðinu. Kæró kominn heim eftir að hafa farið með saumaklúbbnum í skemmtiferð og færði hann heimilinu góðar gjafir eins og t.d. Kóraninn. Hann sagði það hálf halló að hafa lesið alla Biblíuna en ekki Kóraninn. Í framhaldi væri þá rökrétt að búast við að hér verði seinna tekið í Vedaritin, Tora, Eddu o.fl. Vinsamlega takið frá daginn 16. júní því þá verður veisla.
Isan
Seabear
Tarwater
The go find
Benni Hemm Hemm.
Ég kolféll ekki fyrir neinum útlenskum tónum þó, en alltaf gaman að kynnast nýrri lifandi tónlist. Nú eru dívurnar Asha Bhosle (Bollywood söngkona með meiru, en hún syngur og leikararnir mæma) og Feist uppi á pallborðinu. Kæró kominn heim eftir að hafa farið með saumaklúbbnum í skemmtiferð og færði hann heimilinu góðar gjafir eins og t.d. Kóraninn. Hann sagði það hálf halló að hafa lesið alla Biblíuna en ekki Kóraninn. Í framhaldi væri þá rökrétt að búast við að hér verði seinna tekið í Vedaritin, Tora, Eddu o.fl. Vinsamlega takið frá daginn 16. júní því þá verður veisla.
sunnudagur, 3. júní 2007
reuni
Í nótt flaug ég þyrlu yfir Atlantshafinu. Í fyrstu kunni ég það ekki og spurði þyrlufélaga minn sem ég þekki ekki hvernig réttu handtökin væru. Þau lærði ég fljótt (rétt áður en þyrlan steyptist ofan í hafið) og mér gekk vel.
Í gærkvöld hitti ég 10 ára gamla samstúdenta mína. Það var skrítið svo ekki sé minna sagt. Bekkurinn minn byrjaði á því að fara út að borða og var mæting góð þrátt fyrir að nokkrir kæmust ekki. Ísinn var ekki lengi að brotna og ég skemmti mér vel í þessum góða hópi yfir ágætum mat. Eftir það var haldið á þriðju hæð Kaffi Reykjavík þar sem öllum var stefnt saman. Þar byrjuðu skringilegheitin.
Á svona samkomum fæ ég það á tilfinninguna að maður eigi að fyllast stolti eða hroka yfir því að hafa verið í MR. Ég fékk aulahroll inn að beinum þegar ræðumaður kvöldsins steig á stokk og sagði hluti á borð við: að menntaskólaárin væru bestu ár lífsins, að MR-ingar væru bestir og mestir og mættu alveg vera hrokafullir og fleira í þeim dúr. Ég vil ekki trúa því að fólk sé enn þá fast í þessum hugsunarhætti. En þá má ég alveg spyrja sjálfa mig, hvað ég hafi verið að gera þarna? En ég gat auðveldlega getið mér til um hvernig stemningin myndi verða áður en ég mætti á staðinn. Auðvitað á þetta ekki við um alla þótt ræðumaðurinn hafi e.t.v. verið að reyna að finna leið til þess að gestir myndu fyllast samhug og ærinni gleði yfir því að hafa verið í sama skóla í ca. 4 vetur.
Síðan var drukkið. Allir þeir sem ég talaði við úr öðrum bekkjum fjölluðu um mál eins samstúdents okkar, en hann dvelur nú í fangelsi. Annars voru helstu umræðuefnin (í þessari röð): hvað gerði bekkurinn þinn áður en við mættum hingað á Kaffi Reykjavík? og hvað ert þú að gera í dag? (en þá fylgdi vanalega sagan af því hvernig maður komst þangað með). Það var gaman að hitta margt gott fólk. Sumir voru þó aðeins meira heldur en aðrir, og sögðu dömurnar líta jafnvel út og fyrir 10 árum og pöntuðu að sofa hjá sumum þeirra (bæði lofuðum og ólofuðum, gagnkynhneigðum og samkynhneigðum). Einn sagðist verða að fá að kyssa dömurnar, núna loksins þegar hann þorði að kyssa dömur. Aðrir töluðu um stjórnmál, skólamál, uppeldisaðferðir og enn aðrir um gamla kærasta/kærustur annarra heldur en þeirra sjálfra á menntaskólaárunum. Síðan var drukkið. Oft fannst mér soldið erfitt að vera þarna, en það var líka fyndið og ég viðurkenni líka vel að það hafi verið skemmtilegt. Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk komi saman eftir að hafa deilt ákveðnum tíma lífs síns saman í misgóðum fíling, með misgóðar minningar. Það getur oft verið gaman að hitta gamla félaga. En mér finnst alveg við hæfi að fólk sleppi þessu stolti og hroka sem blossar upp á svona samkomum. Fólk breytist og tímarnir breytast, þessi umrædda skólastofnun hefur líklega ekki neina yfirburði á sínu sviði, heldur er það sagan og almenningsálitið (sem er ekki til?) sem hefur gert það að verkum að hróðri og tilbúnum yfirburðum stofnunarinnar er viðhaldið í gegnum hverja kynslóðina á fætur annarri. Síðan var drukkið.
Eftir að hafa flogið yfir hafið og skoðað borgir frá ströndinni fór ég til fjölskyldu vinkonu minnar en í því húsi var fleti þar sem einhverjir greinilega sváfu og þar var fjólublái svefnpokinn með 60´s munstrinu innaní sem hefur fylgt fjölskyldu minni lengi. Við matarborðið voru margir réttir í boði og ég fékk fisk með mjög löngum beinum í. Ég man eftir að hafa dregið eitt sérlega langt og mjótt fiskbein úr munni mínum. Fiskurinn var hvítur og gómsætur. Við borðið sat barn sem bað um rauðvín að drekka. Amman gaf því púrtvín í staðinn og blikkaði mig til að gefa til kynna að barnið myndi ekki finna muninn. Síðan var drukkið...
Í gærkvöld hitti ég 10 ára gamla samstúdenta mína. Það var skrítið svo ekki sé minna sagt. Bekkurinn minn byrjaði á því að fara út að borða og var mæting góð þrátt fyrir að nokkrir kæmust ekki. Ísinn var ekki lengi að brotna og ég skemmti mér vel í þessum góða hópi yfir ágætum mat. Eftir það var haldið á þriðju hæð Kaffi Reykjavík þar sem öllum var stefnt saman. Þar byrjuðu skringilegheitin.
Á svona samkomum fæ ég það á tilfinninguna að maður eigi að fyllast stolti eða hroka yfir því að hafa verið í MR. Ég fékk aulahroll inn að beinum þegar ræðumaður kvöldsins steig á stokk og sagði hluti á borð við: að menntaskólaárin væru bestu ár lífsins, að MR-ingar væru bestir og mestir og mættu alveg vera hrokafullir og fleira í þeim dúr. Ég vil ekki trúa því að fólk sé enn þá fast í þessum hugsunarhætti. En þá má ég alveg spyrja sjálfa mig, hvað ég hafi verið að gera þarna? En ég gat auðveldlega getið mér til um hvernig stemningin myndi verða áður en ég mætti á staðinn. Auðvitað á þetta ekki við um alla þótt ræðumaðurinn hafi e.t.v. verið að reyna að finna leið til þess að gestir myndu fyllast samhug og ærinni gleði yfir því að hafa verið í sama skóla í ca. 4 vetur.
Síðan var drukkið. Allir þeir sem ég talaði við úr öðrum bekkjum fjölluðu um mál eins samstúdents okkar, en hann dvelur nú í fangelsi. Annars voru helstu umræðuefnin (í þessari röð): hvað gerði bekkurinn þinn áður en við mættum hingað á Kaffi Reykjavík? og hvað ert þú að gera í dag? (en þá fylgdi vanalega sagan af því hvernig maður komst þangað með). Það var gaman að hitta margt gott fólk. Sumir voru þó aðeins meira heldur en aðrir, og sögðu dömurnar líta jafnvel út og fyrir 10 árum og pöntuðu að sofa hjá sumum þeirra (bæði lofuðum og ólofuðum, gagnkynhneigðum og samkynhneigðum). Einn sagðist verða að fá að kyssa dömurnar, núna loksins þegar hann þorði að kyssa dömur. Aðrir töluðu um stjórnmál, skólamál, uppeldisaðferðir og enn aðrir um gamla kærasta/kærustur annarra heldur en þeirra sjálfra á menntaskólaárunum. Síðan var drukkið. Oft fannst mér soldið erfitt að vera þarna, en það var líka fyndið og ég viðurkenni líka vel að það hafi verið skemmtilegt. Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk komi saman eftir að hafa deilt ákveðnum tíma lífs síns saman í misgóðum fíling, með misgóðar minningar. Það getur oft verið gaman að hitta gamla félaga. En mér finnst alveg við hæfi að fólk sleppi þessu stolti og hroka sem blossar upp á svona samkomum. Fólk breytist og tímarnir breytast, þessi umrædda skólastofnun hefur líklega ekki neina yfirburði á sínu sviði, heldur er það sagan og almenningsálitið (sem er ekki til?) sem hefur gert það að verkum að hróðri og tilbúnum yfirburðum stofnunarinnar er viðhaldið í gegnum hverja kynslóðina á fætur annarri. Síðan var drukkið.
Eftir að hafa flogið yfir hafið og skoðað borgir frá ströndinni fór ég til fjölskyldu vinkonu minnar en í því húsi var fleti þar sem einhverjir greinilega sváfu og þar var fjólublái svefnpokinn með 60´s munstrinu innaní sem hefur fylgt fjölskyldu minni lengi. Við matarborðið voru margir réttir í boði og ég fékk fisk með mjög löngum beinum í. Ég man eftir að hafa dregið eitt sérlega langt og mjótt fiskbein úr munni mínum. Fiskurinn var hvítur og gómsætur. Við borðið sat barn sem bað um rauðvín að drekka. Amman gaf því púrtvín í staðinn og blikkaði mig til að gefa til kynna að barnið myndi ekki finna muninn. Síðan var drukkið...
þriðjudagur, 29. maí 2007
Einföld hjonabandssæla
1 1/2 bolli hveiti (stundum nota ég bara spelt, eða bland af báðu)
1 1/2 bolli haframjöl
3/4 bolli sykur
180 gr brætt smjör
1 1/2 tsk natrón
1 stk egg
Öllu blandað saman í skál, gott að nota fyrst sleif, síðan bara hendurnar.
Deiginu skipt í tvennt.
Helmingnum þjappað í form (t.d. lasagna stærð)
1 krukka sulta sett yfir. Rabbabara er klassísk. Jarðaberja getur verið skemmtileg. Smekksatriði með sultuna, ég fíla hana og vil mikið, hægt að nota minna en eina krukku.
Hinn helmingur deigsins klipinn yfir.
Bakað við 175 gráður í 30-40 mín.
1 1/2 bolli haframjöl
3/4 bolli sykur
180 gr brætt smjör
1 1/2 tsk natrón
1 stk egg
Öllu blandað saman í skál, gott að nota fyrst sleif, síðan bara hendurnar.
Deiginu skipt í tvennt.
Helmingnum þjappað í form (t.d. lasagna stærð)
1 krukka sulta sett yfir. Rabbabara er klassísk. Jarðaberja getur verið skemmtileg. Smekksatriði með sultuna, ég fíla hana og vil mikið, hægt að nota minna en eina krukku.
Hinn helmingur deigsins klipinn yfir.
Bakað við 175 gráður í 30-40 mín.
fimmtudagur, 17. maí 2007
mánudagur, 14. maí 2007
bonuspononus
við skötuhjúin fórum í innkaupaferð í dag fyrir ísskápinn sem var orðinn eitthvað tómur. Eitthvað var stuttur í mér þráðurinn og ég kannski ekki sú virkasta og vildi bara keyra innkaupakörfuna og ekki hugsa neitt. Allt í lagi með það og ég var ekkert að spá í það á meðan á því stóð. Síðan var bílferðin heim svona þögn-týpu-bílferðin. Sem betur fer ekki löng. Þá áttaði ég mig og sagði, sorrý hvað ég er fúl maður, ég bara fattaði það ekki. Kæri benti mér á að það væri trúlega ekkert létt að hætta að reykja. Því er ég að vísu ósammála, þrátt fyrir upplifunina í innkaupaferðinni, og vil bara trúa því að ég geti þetta alveg og allt í kúlinu.
Ætla sko ekki að láta bösta mig feitt fyrir að stelast í sígó inní á klósetti á barnum eftir 1. júní og þurfa að greiða himinháa sekt til loftvarnareftirlitsins plús skemmdarkostnað vegna reykskynjara (sem ég verð náttúrulega búin að rífa niður með vasahnífnum).
Ætla sko ekki að láta bösta mig feitt fyrir að stelast í sígó inní á klósetti á barnum eftir 1. júní og þurfa að greiða himinháa sekt til loftvarnareftirlitsins plús skemmdarkostnað vegna reykskynjara (sem ég verð náttúrulega búin að rífa niður með vasahnífnum).
miðvikudagur, 9. maí 2007
mánudagur, 7. maí 2007
maun
Hún er búin að lita á sér hárið rautt, konan sem gengur götuna til og frá vinnu stundvíslega klukkan 17:00 og 08:30. Ég er ekki að spá í að lita mitt, en þarf á klippingu að halda.
Er að mála loftið hvítt uppi á lofti. Tók 2 daga í að lesa öll dagblöðin, fór á tvenna útskriftartónleika LHÍ, fór í partý á Boðagranda sjö, en þangað fór ég líka í partý hjá eldri systur minni í aðra íbúð þegar ég var barn og átti kannski ekki fullt erindi í partýið, en hvað gera eldri systkini þegar þau þurfa að passa og hanga með vinum sínum? er búin að ákveða hvað ég mun kjósa. Fannst góður bæklingurinn frá Íslandsvinum m.a. um álvinnslu. Liður í að gera manni kleift að taka upplýsta ákvörðun, a.m.k. um eitt mál sem er á stefnuskrá framboðsflokkanna.
takk fyrir kveðjurnar góða fólk.
Er að mála loftið hvítt uppi á lofti. Tók 2 daga í að lesa öll dagblöðin, fór á tvenna útskriftartónleika LHÍ, fór í partý á Boðagranda sjö, en þangað fór ég líka í partý hjá eldri systur minni í aðra íbúð þegar ég var barn og átti kannski ekki fullt erindi í partýið, en hvað gera eldri systkini þegar þau þurfa að passa og hanga með vinum sínum? er búin að ákveða hvað ég mun kjósa. Fannst góður bæklingurinn frá Íslandsvinum m.a. um álvinnslu. Liður í að gera manni kleift að taka upplýsta ákvörðun, a.m.k. um eitt mál sem er á stefnuskrá framboðsflokkanna.
takk fyrir kveðjurnar góða fólk.
laugardagur, 5. maí 2007
þriðjudagur, 1. maí 2007
1. mai
Ef þú legðir 15 cm langa reglustiku frá hægra munnviki mínu skáhallt yfir andlit mitt myndir þú sjá 2 myndarlegar bólur við sinnhvorn enda reglustikunnar.
Hamingja til fyrsta farþegaþotuflugmannsins í fjölskyldunni.
Baráttukveðjur til verkalýðsins.
Hamingja til fyrsta farþegaþotuflugmannsins í fjölskyldunni.
Baráttukveðjur til verkalýðsins.
laugardagur, 28. apríl 2007
tikk takk
Það að strákar taki þátt í hvers konar jaðarmenningu gefur þeim tækifæri til þess að renna stoðum undir karlmennsku þeirra sér í lagi vegna þess að gildi jaðarmenninga felast oft í því að upphefja karlmennsku. Stelpur, aftur á móti, sem taka þátt í jaðarmenningu verða að finna sér leið á milli karlmennskunnar í jaðarmenningunni og kvenleikans í meginstraumnum. Tímasetning stelpna til þess að taka þátt í jaðarmenningu getur því sýnt fram á það að ögra stöðluðum hugmyndum um kvenlegt kyngervi...
allt í góðum gír hérna megin.
Get ekki beðið eftir að föstudagurinn næsti renni upp. Ein vika í skil. Þangað til þarf í ýmsu að snúast, eins og laga laga laga og ég má ekkert vera að breyta eitthvað heví... því þá fer allt í eitt allsherjar rugl, eins og ég er kannski í... Ha er ég í ruglinu... ekki í augnablikinu en ég væri alveg til í að detta í ruglið núna og varpa af mér öllu eins og einni tímasprengju. 0:00:01 Búúúúmmm.
allt í góðum gír hérna megin.
Get ekki beðið eftir að föstudagurinn næsti renni upp. Ein vika í skil. Þangað til þarf í ýmsu að snúast, eins og laga laga laga og ég má ekkert vera að breyta eitthvað heví... því þá fer allt í eitt allsherjar rugl, eins og ég er kannski í... Ha er ég í ruglinu... ekki í augnablikinu en ég væri alveg til í að detta í ruglið núna og varpa af mér öllu eins og einni tímasprengju. 0:00:01 Búúúúmmm.
þriðjudagur, 24. apríl 2007
gleðigleði
dúllurnar mínar. Ég ræð mér ekki fyrir kæti.
Var að fá bréf þess efnis að ég get rannsakað í sumar á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Mannfræðistofnunar Íslands.
Þess vegna er ég komin með vinnu í sumar.
Jíbýb´bib´bí´bbbbb
Er að reyna að ákveða titil á ritgerðina, þarf að vera búin að því fyrir morgundaginn.
yesterday´s gone, don´t stop thinking about tomorrow, it will be here... don´t you look back.
Mikil ást. Friður líka.
Var að fá bréf þess efnis að ég get rannsakað í sumar á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Mannfræðistofnunar Íslands.
Þess vegna er ég komin með vinnu í sumar.
Jíbýb´bib´bí´bbbbb
Er að reyna að ákveða titil á ritgerðina, þarf að vera búin að því fyrir morgundaginn.
yesterday´s gone, don´t stop thinking about tomorrow, it will be here... don´t you look back.
Mikil ást. Friður líka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)