þriðjudagur, 30. ágúst 2005

Ferðasögubutar og Kiefer



Það verður ekki hjá því komist að stikla á stóru um þá yndislegu ferð sem ég er nýkomin úr.

17.8. Kef - Bos
Misstum af vélinni frá boston til Halifax og því fengum við inni á hilton. Ekkert stress í gangi, enda bara gott og gaman að fá að fara á hótel í útlöndum.

18.8 Bos - YHZ
Flugum til Hali. Heimsóttum fólk. Sóttum Heather & Zach út á flugvöll á bílaleigubílnum og keyrðum til eyjunnar Cape Breton.

Eftir þetta renna dagarnir í eitt númer. Gleði. Virðing. Skemmtilegheit. Góður matur. Gott fólk. Skemmtilegt fólk. Náttúra o.fl. Dæmi: synti næstum því daglega í vatninu. Náði í baunir og baunir (beans & peas) af baunatrjánum í matinn. Líka kirsuberjatómata, salat, kartöflur, gulrætur o.fl. úr garðinum (þeir eru 4). Rakaði steina og hjálpaði við að undirbúa jarðveginn fyrir heimatilbúinn golfvöll. Sigldi oft á skútu. Sól, sviti, raki, massa flugubit. Hellti prestinum te í sunnudagsmatarboðinu. Fór á gaelískt skemmtikvöld og sá fólk vera að halda í gamla menningu með dansi, söngvum o.s.frv. Spilaði bingó og Balderdash. Vann plastpennaveski með blýanti, strokleðri og reglustiku í (allt í stíl með gula smiley-andlitinu). Drakk mikið vín. Las Harry Potter og er enn að. Las líka Yogabók. Spilaði strandblak. Klóraði hundinum Captain. Sá sköllóttan örn (bald headed eagle) og humming bird. Keyrði yfir íkorna. (á ekki að hafa áhyggjur af því þar sem staða þeirra er svipuð músum og rottum í raunveruleikanum, annað en hr Disney lætur mann halda). Hlustaði á tónlist. Var við marga varðelda. Söng. Fór aftur í einn dag til Hali. Fjárfesti í nokkrum bókum, haustjakka og sokkum. Fjárfesti líka í smokkum sem bera heitið Kimono. Hitti enn meira fólk. Gott fólk. Það var gaman.

Þannig er það nú kæra fólk.
Nú er það 24 sem kallar, hitti einmitt Kiefer á veitingastað í Sidney (Borg á Cape Breton, Nova Scotia, Kanada):

2 ummæli:

baba sagði...

váaa veiiiii! til hamingju með hamingjuna...hlakka ógó til að hittast í eldhúsumræður...túrílúú..

AnnaKatrin sagði...

Takk fyrir. Glöð yfir að einhver nenni að skrifa athugasemd. Glöð yfir því að eldhúsumræður séu á dagskrá áður en þú hverfur af landi brott. Glöð yfir mörgu og jú, ferðin var svei mér hamingjurík... (ef það er orð)