miðvikudagur, 14. desember 2005

probbi & nyyrðasmið

á morgun fer ég í eina prófið mitt. jólaprófið mitt. fallega.
það verður gaman. þar skrifa ég líklega mikið, svo mikið að ég á eftir að fá krampa í hægri framhandlegg og hönd. Þar sem ég kann engin ráð til að fyrirbyggja krampa verð ég bara að búast við þessu og taka því sem kemur. Ráð óskast ef til eru. Þar sem ég skrifa mest á tölvu litlu þessi misserin er æfingin lítil sem engin, nema þegar ég geri su doku og krossgátur, skrifa undir rafrænar greiðslukvittanir og skrái inn tíma leikaranna. Sú æfing hjálpar lítið þegar maður ímyndar sér hvað ég kem til með að skrifa mikið á morgun.

Það sem ég á ábyggilega eftir að skrifa um (fyrir sérstaklega áhugasama, aðrir hætti að lesa hér):
Ráðandi karlmennska
Þöglir hópar
Hnattvæðing
Þróunarhjálp
Kyngervi
Kynferði
Ást sem valdur kúgunar kvenna
Aðrar ástæður fyrir kúgun kvenna tengdar heimili, fjölskyldu og hagrænum þáttum.
Vesturlanda yfirráð og slagsíða í öllu
mismunandi túlkun í mismunandi umhverfi...b la la la.

Eitt af læritækniaðferðum mínum er að búa til orð fyrir atriði sem ég þarf að muna, orðin sem sköpuð hafa verið fyrir morgundaginn eru þessi: pricc - sapcnap - vvask
... fór í bílastæðishús í fyrsta sinn í miðborg reykjavíkur í dag. Það var gaman. Ég er glöð. Vona að þú sért það líka. óLi píka.

2 ummæli:

baba sagði...

ég er rosalega glöð! á morgun á þessum tíma verð ég á ísalandi...jibbí og jeijei! hlakka til að spjalla um alla snilldina sem við erum búnar að læra í haust um heiminn og allar kenningarnar...

Linda sagði...

ég mundi segja að þetta séu mjög spennandi hlutir sem þú ert búin að læra í vetur elskan. Ég er glöð yfir því að þú sért glöð og ég vona að þú munir njótanna jólanna jól - Anna... svona fyrirfram ef ég skildi ekki hitta þig á næstunni.