allt lífið komið aftur í sama horfið, já bara allt lífið, stór orð maður. Þú veist hvað ég meina.
Þjálfun nýs starfsmanns á móti mér á vaktina gekk vel í kvöld, þvílíkur munur að hafa einhvern annan sem maður getur treyst 100 % og er mjög viðkunnalegur í þokkabót. Verst að ég kveikti ekki eld til að æfa hann í að slökkva... pyromaniac.
Svaf í sléttar 12 stundir í nótt og er því bara hress, en í gærkvöld fór ég í jóla-graflax til vinkonu minnar sem var algjört æði. Þar var blogg m.a. rætt. Mjög forvitnilegt. Niðurstöður: blogg er nýr heimur samfélags sem nútímafólk gefur sér tíma í í stað þess að hittast augnliti til augnlitis (skype ekki talið með, því það er augnablik í gegnum miðil), en verður ekki allt að raunveruleika sem maður gerir? Sama hvort það er í tölvu, á internetinu, í draumum manns... En á sama tíma er frábært að geta fylgst með vinum og vandamönnum sem eru ekki í líkamlegri seilingarfjarlægð, eins og t.d. í útlöndum. Allaveganna. Þetta er ekki diss á blogg samfélagið, því ég nýt þess að geta tjáð mig, og geta skoðað annarra manna blogg raunveruleika. Þá kem ég að næsta dæmi, sem er það að maður les blogg fólks sem maður kannast við, lærir fullt um það á vefnum, en heilsar ekki úti á götu. Auðvitað les maður líka blogg vina sinna. En málið er, og hér er ég ekki að fara að segja að maður eigi ekki að lesa blogg þeirra sem maður heilsar ekki á götu, heldur þá getur hver og einn bloggari búið til ákveðna mynd af sér í bloggheiminum sem lesendur ráða hvort þeir taka mark á, trúa o.s.frv. Ég býst við því að langflestir bloggarar ritskoði sig soldið, þ.e.a.s. á fullu, því maður veit aldrei hver er að lesa, gefur ósjálfrátt ákveðna mynd af sér og maður ælir ekki fullkomlega á blogginu sínu, þó maður geti ælt soldið. (Æla = tjá sig á mjög persónulegan hátt um persónuleg og tilfinningarík málefni, bæði neikvæðan og jákvæðan). En maður ælir frekar í persónulegri viðurvist fólks sem maður treystir. Síðan varðandi mySpace týpurnar, þá er alltaf forsíða þar sem maður þarf að fara í gegnum til að komast að blogginu, og þar er heljarinnar frontur sem gefur ákveðna hugmynd um bloggarann, áhugamál, tónlist, hverjir eru vinir manns o.s.frv. Ég býst ekki við að það sé eitthvað mikið ólíkt öðrum bloggtýpum, en samt, ákveðinn frontur, sem gefur ákveðna hugmynd. Bloggið er semsagt mjög forvitnilegt og skemmtilegt samfélag.
Já, bara ekkert meira um það í bili, kannski seinna. Ef fólk hefur aðrar hugmyndir, endilega látið heyra.
Það er orðið rökkvað þegar ég labbaði í vinnuna kl.16:25, næstum því dimmt. Nú kertaljós og sól í sálu minni og sinni.
bóða og góða nótt.
fimmtudagur, 1. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli