föstudagur, 8. október 2004

The Caterpillar

Það er margt sem flýgur í gegnum hausinn á mér þessa stundina þegar ég hlusta á Dusty Springfield syngja skrítin lög. Lísa og vinnan. Byrja á vinnunni.

Göturnar glitra og ég er að hjóla heim eftir vinnu. Þegar hafa myndast hópar fólks utan við skemmtistaðina. Þvílíkt og annað eins. En þjóðleikhúsið glitrar líka, því ég held að það séu hrafntinnubrot í klæðningunni. Vinnustaðurinn þar sem ég er andlitið ,,útávið" eins og starfsmannalýsingin kveður á um. Ég er semsagt andlitið í plexíglerbúrinu með lúgunni við bakdyrnar. Þar streymir endalaust af starfsfólki út og inn. Fáir sem eiga þangað ekkert erindi fara þar í gegn. Kannski eiga æstir aðdáendur einhverra leikarana eftir að safnast saman í forstofunni. En þannig var það næstum því í kvöld. Einn hljóðfæraleikaranna bað um að 4 ungar stúlkur (14-16) sem voru á sýningunni, 3 vinkonur og 1 frænka fengu að bíða eftir að þær yrðu sóttar. Gott og vel.

boy in da corner með Dizzee Rascal komin á fóninn, því ég má bara hlusta á d í kvöld. Hve langt í stafrófinu kemst ég? Ok. þarf samt ekki að vera í stafrófsröð, því ég var að byrja.

Skyldan kallaði og ég þurfti að arka af stað kvöldrúntinn sem felur það í sér að villast um ranghala byggingarinnar, slökkva ljós, læsa sumum hurðum (8 í einum stigaganginum), tékka á gluggum o.fl. í bjarma neyðarútgangaljósanna. Ég var ekki viss hvaða tilfinningar ég bæri til spurningarinnar: ertu myrkfælin? og það eina sem mér datt í hug var tilbúin sena í anda Ichi the killer. Semsagt: hinar 4 ungu meyjar bútaðar í blóðuga bita í plexígler búrinu. Er leikhúsið byrjað að hafa áhrif á mig? Eru hryllingsmyndir draugar nútímans? Án efa verður fjallað meira um myrkfælni síðar en út í aðra sálma

þegar Dizzee er að ganga fram af mér með klámfengnum textum, skipti yfir í... augnablik... Death Cab for Cutie og Phonebooth, Hvílíkur léttir.

Lísa í Undralandi er mögnuð. Var hugsað til hennar og teikninganna í bókinni, fann meira að segja fallega mynd sem hægt er að ímynda sér hér.

Góða nótt.

Engin ummæli: