föstudagur, 22. október 2004

Fimmtudagskvöld
Hafnarhúsið Domino-Kvöld
Byrjaði á því að missa af To Rococo Rot af gildum ástæðum, en mér var skemmt heima í stofu með píanóspili og píanópælingum Gylfa.
Kom þegar Hood var að spila og það var sérdeilis ljúft, en ekkert rosalegt.
Á eftir þeim spiluðu Slowblow sem ég sá nýlega bæði í Austurbæ og í Hafnarfirði. Og þau spiluðu bara eins, ef ekki betur en í hin fyrrnefndu skipti.
Um klukkan 22 byrjaði Four Tet maðurinn sem var ólýsanleg snilld. Það kom mér á óvart hversu geggjaður hann var miðað við þær plötur sem ég hef heyrt og framdi hann hljóðpróf fyrir áhorfendur, til þess að leyfa þeim að fara sem meikuðu ekki meira en hinum að grúúva feitt. Ágengur en dansandi draumur.

Gaukur á Stöng
Hip hop sveitin Non Phixion. Að sjá síðustu lög þeirrar sveitar var eins og á trúarsamkomu, þar sem allir voru dáleiddir en í góðum fíling. Gaman að heyra hip hop.

Nasa
Sænska stúlknasveitin Sahara Hotnights. Segir allt sem segja þarf. Sænskt stúlkupopp með kröftugum trommara, en ekki nógu aðlaðandi né krefjandi tónlist.

Þjóðleikhúskjallarinn
Sá Steintrygg slá í síðasta lagið. Og mér finnst þeir tveir alltaf skemmtilegir. Enda hrifin af áslátturshljóðfærum með einsdæmum.

Því næst var klukkan farin að ganga í Ghostigital sem héldu sér einhverra hluta vegna í hlustunarlegum kanti, en stundum þegar ég hef séð þá finnst mér þeir fara yfir strikið sem fagurfræði eyrna minna getur meðtekið. Það kemur kannski með æfingunni, en gærkvöldið var geðveikt og góður endir á góðu kvöldi.

Fór heim og reyndi að heimta mann úr helju sem var ekki alveg nógu hress og sendi hann heim til sín í leigubíl.
Nú er nýr dagur kominn, ég á leið í vinnuna og í kvöld á ég eftir að sjá og upplifa meiri forvitnilega tónlist. Hlakka til.

Engin ummæli: