miðvikudagur, 20. október 2004

Kossar

Kári er alltaf að kyssa mig þessa dagana og það er bara nokkuð gott. Eða allaveganna finnst mér yfirleitt líka bara hressandi að fjúka smá, sérstaklega þegar er komið að gapinu mikla við Lækjargötuna, þegar engar byggingar skýla manni.

Þýskaland stakk upp á því við Frakkland og Spán að hafa skýli fyrir ólöglega innflytjendur í Norður Afríku saman. Frakkland og Spánn vildu ekki vera með og sögðu að það yrði að tala við fleiri sem að málunum koma. Innflytjendurnir myndu dvelja þar meðan farið væri með mál þeirra. Hvað tekur það annars langan tíma?

Skólinn er búinn að lepja upp tíma minn að undanförnu enda stóð ég með kynningu í dag í 2 tíma, sem liðu bara nokkuð hratt og fólk duglegt að tjá sig. Það var gaman en soldið stressó. Þá aðallega allur undirbúningurinn. Spilaði Gram Parsons þegar bekkjarfélagar mínir gengu inn til þess að skapa réttu stemninguna fyrir umfjöllunina um N-Ameríku.

Nú er það annað sem hugur minn má fara að velta fyrir sér og það er tónlistarhátíðin mikla sem byrjar bara á morgun.

Var gefinn nýr Capri sígarettupakki þegar ég kvaddi húsráðanda á heimili einu hér í Vesturbænum um helgina. Þegar ég færði mig undan móttöku, var svarað með orðinu ,, prumpi" Hvað þýðir það nú? En það var fyndið og ég stakk sígarettupakkanum inn í kæli þegar ég kom heim eins og ég hef séð vinkonu mína gera.

kossar

1 ummæli:

baba sagði...

vó sígaréttur í ískápinn..hvað er nú það? prumpi! finnst mér frábært orð og ætla að taka það í notkun...sjáumst á eftir! prumpi!