sunnudagur, 24. október 2004

Laugardagur

Síðasti dagur ótalmargra tónleika. Og ekki laus við það að maður hafi verið orðinn svolítið þreyttur. Það kannski útskýrir hvers vegna ég fór ekki á marga tónleika í gær, eða það að það sem í boði var þetta ágæta laugardagskvöld var ekki alveg nógu spennó fyrir mig.

Nasa
Mugison í öllu sínu veldi. Hann er fyndinn gaur. Og nú er það væmnin sem er töff. Lokalagið spilaði hann með pabba sínum og konu. Mjög spes stemning. Pabbinn svona sjóari með hendurnar. En góðir tónleikar þó sumum sem hafa séð Mugison oft fannst þetta losaralegir tónleikar. En ég skemmti mér.

Yfir á Kapital þar sem T.Cuts spilaði á tölvu. Upplifði 1 lag. Það var fínt.

Grandrokk - Lokbrá. Hef aldrei séð þá áður. Blanda af ýmis konar rokk stefnum, maður heyrði alveg ákv. hljómsveitir hjá þeim en þeir voru mjög flinkir við að skipta um stefnur í lögunum sínum. Kannski aftrar það þeim að finna sinn eigin stíl. Ég veit það ekki, en kannski gerist eitthvað skemmtilegt hjá þeim sem lætur mig fara aftur á tónleika þeirra.

Missti af nýrri hljómsveitarskipan Singapore Sling, En það er allt í lagi, því ég sé þá bara síðar.

Sá smá The Stills og síðan The Shins en þeir eru massa stuðboltar. Gaukurinn var of-pakkaður og algerlega ótækt að mínu mati að bjóða fólki upp á svona stóra hljómsveit við þessar aðstæður. En Vúbbíhú. Mjög skemmtilegt og góður endir.
Skemmtilegt fólk og mikið af því. Bless hátíð. Hlakka til að ári.

Nú er kominn sunnudagur og sólin skín. Best að líta í bækur og síðan jafnvel kíkja á chill-tónleika í kvöld til þess að loka hringnum endanlega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða stund á fimmtudagskveldið...það gerði mér kleift að líða eins og manneskju ekki bara kennara í verkfalli...gaman að geta lesið þig...bið að heilsa....Nikki Badlove....

baba sagði...

vúbbíhú fullkomin helgi liðin en við erum sko ekkert hættar að fara á skemmtilega tónleika..var að lesa stúdentakjallarapóst og ætla á rafmagnaða jazztónleika þar í kvöld þar sem íslendingar mæta berlínarbúum í tónsköpun....þú kemur með?