laugardagur, 23. október 2004

Föstudagur

Þar sem ég var við vinnu fram á kvöld þá byrjaði ég á því að kíkja á Þjóðleikhúskjallarann og sá lokalag Sigga Ármanns. Hmm.

Nasa
eftir að hafa beðið í röð í nokkurn tíma með góðu fólki, þá datt ég inn í stemningu Hjálmars eða Hjálma. Nokkuð nett, en ég fíla meira reggae-ið þeirra heldur en sýru-rokkið. Reggae lætur mann óhjákvæmilega hreyfa sig.

Hot Chip voru magnaðir og ákkúrat eitthvað sem ég myndi vilja skoða/heyra nánar.

Þjóðleikhúskjallarinn aftur. Hudson Wayne. Tónleikarnir urðu betri með hverju laginu, en það þurfti smá tíma fyrir þá að koma sér í gang. Er það kannski klisja? En mér fannst það þannig en naut tónanna þeirra í botn því þeir eru svo sætir. En enn sætari voru Kimono, þar sem ég er hlutdræg og spiluðu þeir mjög góða tónleika að margra annara mati en líka að mínu.


Orðskýring dagsins í dag úr útvarpinu Rás 1.
flæmingur = (að fara undan í flæmingi) það að flækjast um, flakka um, flakkari (flæmingi = Hollendingur).

Sundferð í hádeginu var algjör unaður og lostæti og nú ætla ég að lesa blöðin og halda áfram að hlusta á útvarpið og slappa af. Hlakka til kvöldsins. Loftbylgjuhátíðin er bara svo notaleg.


Engin ummæli: