fimmtudagur, 28. október 2004

Tiskustraumar

já, væmnin er komin aftur í tísku. Ætli það sé tilkomið vegna mótstöðu við allt hið tæknivædda og tilfinningalausa í samfélaginu? Maður fer ekki einu sinni í heimsókn til bestu vina sinna nema hringja á undan og allir eru á kúlinu. Síðan náttúrulega áherslan á tilfinningalega greind til viðbótar við allar hinar greindirnar sem við búum yfir. Þá er ég að meina að tilfinningagreindin var nýlega ,,uppgötvuð". Mér er það alls ekki að móti skapi að tilfinningasemin sé að fara að hellast yfir. En ég get varla ímyndað mér að hún setjist að í fólki á þann hátt að það fari að faðma alla sem það hittir og lýsa tilfinningum sínum opinberlega. Það er allt of langt gengið fyrir þessa lokuðu kynslóð fólks sem hugsar oft bara um sjálft sig (að undirritaðri meðtalinni). En væmnin má birtast í tónlist, tísku og fjölmiðlum að matri sumra. Mér finnst hún t.d. birtast í klæðnaði þar sem rómantískum áhrifum (blúndum, pallíettum, glingri ýmis konar) en að sjálfsögðu í bland við eitthvað töff og pönk, þá finnst mér hún birtast í samtímatónlist, þar sem söngvarinn syngur tilfinningaríka texta, oft með einlægri, næstum barnalegri rödd og ég veit ekki um fjölmiðla, kastaði þeim bara með því þeir birta myndir og umfjallanir um tónlist og tísku og þar með nær það athygli fjöldans sem gerir það að sínu. Væmnin. Kannski er ég bara að bulla og ein um það að vera að taka eftir væmninni. Kannski er það bara tunglið sem er óðum að fyllast, nú eða tíðahringurinn. Við sjáum hvað setur.

Varð hreinlega bara að kíkja í íslenska orðabók Menningarsjóðs sem segir væmni vera kvenkyns orð en jafnframt óbeygjanlegt og þýðir það að vera væminn.
Væminn: sem veldur klígju, velgju; tilfinningasamur; smeðjulegur.
Þar höfum við það.

2 ummæli:

baba sagði...

vá mér finnst fyndið að allar skýringarnar á væmni séu svona neikvæðar: veldur klígju, velgju, smeðjulegur...tilfinningasamur eina sem er neutral..en þetta er einmitt það sem er búið að vera að halda væmninni í merkingunni tilfinningasemi í skugganum kannski..vegna þess að við setjum samasem merki í orðabókinni á milli að valda klígju, vera smeðjulegur og þess að vera tilfinningasamur þá hefur náttlega enginn meikað að vera tilfinningasamur og eiga á hættu að vera talin smeðjulegur kúkalabbi...en jú mín kæra ég hef tekið eftir þessu...væmnin læðist að manni úr öllum áttum og þá sem leyfileg tilfinningasemi...eeennnnn...það er lína! og ef maður fer yfir þessa þunnu línu þá er maður svúbb! komin yfir í smeðjuleikann og farinn að láta alla í kringum sig gubba.. svo að við verðum að fara varlega! híhí..kom annars hingað til að tilkynna þér að bloggið mitt er komið í gang..

Nafnlaus sagði...

hæ sæta gaman að geta lesið um þig
petra