sunnudagur, 10. október 2004

helgarfri að renna ut

eftir vinnu á föstudagskvöld upplifði ég bjórkvöld að hætti vinnustaðarins. Skundaði á tónleika með hljómsveitinni Hjálmar og náði síðustu tveimur lögunum í stútfullum sveittum sal fólks sem dillaði sér endalaust, en persónulega fannst mér gítarspilið einkennast of mikið af sýrurokki sem ég náði ekki að tengja við en fílingurinn nötraði um merg og bein. En dilledí dill og myndin Cold Mountain vermdi vídespólutækið með góðri tónlist og hægum en góðum framgangi. Ásamt myndinni Jesus de Montreal sem sýnir hóp leikara setja upp sögu Jesú fyrir siðblindan prest o.s.frv. En persónur myndarinnar eru forvitnilegar þó ég hafi sofnað undir lokin undir jesúræðum leikaranna.

Risk var spil kvöldsins þar sem tekist var á um lendur heimsins. Þegar spilið var búið hafði ósjálfrátt myndast ákveðið jafnvægi í heiminum. Og þá spyr maður sig um landamæri heimsins í dag, alþjóðavæðinguna, allsherjarsamböndin og fólksflutningana. Til hvers þarf landamæri? Er einmitt að fara að skoða menningarsvæði Norður - Ameríku til þess að halda fyrirlestur um þau og hvort menningarsvæði séu enn til í skólanum sem verður eflaust forvitnilegt.

The Fiery Furnaces systkinin gera skemmtilega tónlist. Hlakka líka til þegar airwaves kemur. góða nótt.

Engin ummæli: