þriðjudagur, 5. október 2004

tölvutregða

hef aðeins reynt að finna útúr því hvernig maður getur látið svona fítusa inn, en gengur hægt. Nýja starfið leggst vel í mig og ég búin að fá lykla. Las grein um egypskar sápuóperur í skólanum sem var forvitnilegt, þar sem fjallað var um afturhvarf til upprunans í menningarlegu tilliti. (hægt er að ímynda sér að hér væri mynd af aðalleikurm sápuóperunnar ef ég bara fyndi út hvernig. Sem gerist einn góðan veðurdag.

3 ummæli:

Doddi sagði...

Sæl stóra systir.
Hér skrifa ég komment til að þess að fullvissa þig um að einhver sé lesandi að þessari síðu.
Ekki vil ég að þú snöktir vegna aðdáandaleysis:)
Allir hressir í útlöndum, heitt og sveitt og kleinuhringir.

AnnaKatrin sagði...

þú ert hugulsamur andskoti kæri bróðir.
Bið að heilsa kleinuhringjunum og Ásdísi.

baba sagði...

ég er líka að lesa, þú átt fullt af aðdáendum bara! vúbbí netheimur er skrýtinn og spennandi heimur...ég held að við ættum að búa til íslenska sápuóperu þar sem við hverfum aftur til upprunans...aðalsöguhetjurnar að lesa ljóð og prjóna á baðstofuloftinu...eitthvað soleis..