mánudagur, 28. nóvember 2005

bos

IMG_1548

í Boston var gaman. Mestum tíma var líklega eytt í verslunum. Þó fór ég aldrei í aðalverslunarmiðstöðina og prísa mig sæla. Mér líður ekki of vel inni í verslanamiðstöðvum og finnst mun betra að geta verið útivið og rölt á milli búða. Hér að ofan sjáið þið brósa í fíling með eyrnatappa ef vel að er gáð. En hann er klár drengurinn, og á bara eitt sett af eyrum.
Í Boston er hægt að gera margt. Í rökkri nætur keyrðum við til Cambridge og reyndum að sjá Harvard háskólann og MIT. Í dagsljósinu var ég í bíl og sá skautasvellið í garðinum. Annars var bara hreinlega gott að chilla með mömmu og skötuhjúunum á milli jólagjafakaupa. Ég keypti eina jólagjöf. Handa pabba. Annars fékk ég 8 skólabækur fyrir 11000 krónur. Það kalla ég gott.

Ég hef verið klístruð... fullt af 7 hlutum.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
vera glöð, muna að þakka, baka piparkökuhús, sofa í kastala, fara í loftbelg,
7 hlutir sem ég get gert:
hlustað, spilað á trommur, nuddað, prumpað upphátt in public, synt hratt, verið liðug.
7 hlutir sem ég get ekki gert:
hlaupið hratt, trúað að einstaklingar séu bara gerðir úr illu, verið lengi í leiðinlegum samkomum.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
tippi, pungur,
7 frægir kk sem heilla mig:
jay kay, Kiefer s., Thor Vilhjálms, Salman Rushdie, Steve Buscemi?,
7 orð sem ég segi oft:
ok, glætan spætan, fokk, sjitt,
7 manneskjur sem ég kitla:
Ragnhild, Ágústa, Ásdís, Petra, Gylfi.

ok ég veit að ég gerði ekki 7, en ég reyndi allaveganna, fullkomnunarárátta mín nær ekki lengra en þetta, hina kitla ég soldið. En annars held ég að allir sem ég þekki eru búnir að kitlast og því mega aðrir sem lesa þetta og vantar kitl endilega taka lausu plássin.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtó blogg. Knús Hrefna

Nafnlaus sagði...

Hvað þýðir kitla ?

Ragnhild sagði...

kitla? já hvað tyðir tað? tickle? ég hef bakað piparkökuhús tvisvar í mínu lífi. tað varð mjukt eftir 2 vikir. svo borðaði ég tað. ummmmm