jibbí jei jimmy. fyrirlesturinn gekk vel.
fallegur dagur.
Að undanförnu hafa átt sér atburðir sem eiga sér engar vísindalegar skýringar sem ég þekki til.
1. klukkan 21:30 að staðartíma á mánudagskvöld er ég að hugsa rosa mikið um að hringja í bróður minn besta. Geri ekkert í því, einni og hálfri klukkustund síðar hringir hann og við tölum eins og við eigum lífið að leysa því það er svo gaman. Honum fannst þetta ekkert skrítið og ég furða mig á því hvort það taki 1 og hálfan tíma fyrir hugskeyti að ferðast yfir Atlantshafið.
2. Sama dag, fyrr um daginn. Þá hafði ég verið að hugsa rosa mikið um Ragnhild, geng síðan niður Skipholtið í rólegheitunum og hálkunni og þá er hún bara inni í bíl, lögðum beint í göngufærinu mínu. Það var gaman. Einhverra hluta vegna brosi ég endalaust þegar við hittumst.
3. Í dag, tala við stelpu sem ég hef aldrei hitt áður. Hún að gera ritgerð, vantar rosa eina bók sem ekki er til á bókó. Og ég á bókina sem ég var að enda við að lána henni. Hún sagði að einhvern veginn redduðust alltaf allir hlutir, var sannfærð um að eitthvað dæmi væri í gangi....
En hvað er þetta sem er í gangi?
Ákveð að enda þennan pistil á la Carrie Bradshaw og kveð á leið til vinnu.
miðvikudagur, 2. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
thetta eru vist tilviljanirnar sem leida okkur afram a retta stadi i lifinu...hugskeytin eru visbendingar um tilviljanirnar og madur a vist ad vera duglegur ad hlusta a hugskeytin...stundum eru thetta litlar tilviljanir, stundum storar, stundum litlar sem leida til storra tilviljana sem bua til lifid okkar....jemmerija... soldid skrytid en a sama tima edlilegasti hlutur i heimi kannski?
Skrifa ummæli