miðvikudagur, 23. nóvember 2005

goggulugu

Morgunhaninn hérna megin með kaffi og kertaljós klukkan 8:50. Útvarpsmaðurinn getur ekki borið fram nafnið á laginu því það inniheldur klikk-tungumál. hann segir þetta sennilega vera Swahili-mál. Og Íslendingar alltaf að ætlast til að útlendingar tali fullkomna íslensku og missa þolinmæðina og skipta yfir í ensku þó að viðkomandi kunni ekki ensku... þessi pistill átti ekki að byrja svona. Ok. Það sem ég vildi sagt hafa er: vinsamlega látið ný batterí í reykskynjarana á heimilum ykkar reglulega, kannski einu sinni á ári. Þannig er mál með vexti að ég notaði slökkvitæki á alvöru eld í fyrsta sinn í gær. Undir öruggri leiðsögn Jóns Péturssonar slökkviliðsmanns í forvarna-& fræðsludeild Slökkviliðsins sem var með fræðslu á vinnustaðnum. Nauðsynleg fræðsla og praktík sem ég er mjög glöð yfir að fá að hafa tekið þátt í. Verð að fara þó kaffið sé ekki búið. Njótið dagsins.

Engin ummæli: