mánudagur, 21. nóvember 2005

verðlagskönnun

Dagurinn í dag byrjaði á leti því ég mátti sofa út. Vatt síðan upp á sig og ég hitti nýlegan íbúa þessarar jarðar sem var ógurlega fallegur eins og öll ungabörn eru, samt skrítin. Mamma hans glóði eins og pera. Út í búð. Eina hverfisbúð þar sem kílóið af banönum kostar 196 krónur, í annarri 226 krónur og í Heilsuhúsinu (lífrænt ræktað 658 krónur á kílóið. Upp í vinnu þar sem mér var gefin handprjónuð peysa, hin glæsilegasta með silfurþráðum og er ég mjög glöð og þakklát fyrir. Hvað er málið með mig og prjónavörur þessa dagana? Lokaði sjoppunni snemma til að koma heim að chilla, því mánudagskvöld eiga það skilið. Litli frændi minn á líka afmæli og ég er ekki búin að ná á hann, fussum svei mínmegin. Nú borða ég franska osta í kvöldmat og er á leið að leggja lokahönd á ritgerðardruslu sem ég er búin að vera að hanna.

1 ummæli:

baba sagði...

thu og prjonavorur...pottthett karmad ad gefa ther tilbaka thvi thu ert svo god kona...jei!