take off your band-aid, cause i don´t believe in touch downs...
einu sinni var fjölskylda sem bjó í tveggja hæða húsi. þarna bjuggu afinn og amman og mamman og pabbinn og börnin þrjú. Það var liðið að kveldi og fjölskyldan að búa sig til að snæða. En allt í einu var afann og ömmuna hvergi að finna, mamman fór að leita og svo pabbinn og sneru þau ekki aftur. Þá fór elsta barnið og það næstelsta og að lokum var yngsta barnið bara eitt eftir. Það leitaði inn í svefnherbergjunum, stofunni og alla hæðina. Þá ákvað það að klöngrast upp stigann. Það brakaði í viðnum og vanalega mátti barnið ekki fara eitt þarna upp. Þegar upp var komið sá það eina hurðina opna í hálfa gátt og heyrði í fólki fyrir innan. Loksins er ég búin að finna þau, hugsaði barnið og hélt í áttina að ljósinu. Inni í herberginu voru allir að borða vilkó súpu.
sunnudagur, 13. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú kannt svo sannarlega að fá hárin til að rísa á höfðinu á mér.
þ.e.a.s. ef það væru einhver hár þar:)
ooo mig langar í vilko bláberjasúpu...og wilco...var næstum búin að gleyma þeirri yndislegu sveit...takk fyrir að minna mig á vilkowilco...
Mér fannst þetta bara mjög falleg saga... ég hélt reyndar fyrst að hún væru um lífið og dauðann og hvernig fólk kveður þennan heim eitt af öðrum... kannski er hún um það. Kannski var efri hæðin himnaríka og þar borða allir wilkosúpu og enginn verður svangur eða kaldur... kannski les ég of mikið úr hlutunum..
Skrifa ummæli