laugardagur, 19. nóvember 2005

meira afmæli

nóvember er bara eitthvað crazy, rosa margir sem ég þekki eiga afmæli þá og í dag eru það 2 kærkomnar konur sem eiga afmæli.

Annars búin að vera soldið bissý týpa. Fyrirlestur í skólanum, ritgerðasmíð, rauðvín og keyra ömmu í sjúkraþjálfun og fleira fallegt. Eftir vinnu í gær skundaði ég til dúllu-parsins í innflutningspartý og hitti þar margt fallegt fólk þ.á.m. Bigga. Endaði í fjölleikahúsinu þar sem enn fleira skemmtilegt fólk var.
Kveðjustund til Bigga sem ætlar á nýársfögnuð og ég vona að hann fari með pípuhattinn. Konurnar í partýinu töluðu um verðug málefni, þ.á.m. mannréttindi, blæjuna, samskipti á vinnustað o.fl. Það var semsagt mjög gaman. Húsráðendur fengu útskorna kind úr stáli til að prýða heimili sitt frá listamanninum o.fl.

Á leiðinni heim hitti ég konu frá Ítalíu sem var að selja húfur og skartgripi. Stóð yfir fyrir hana á meðan hún skrapp á klóið inn á næsta bar. Að launum fékk ég þessa fallegu prjónahúfu. Góð skipti.

annars er það vinnuhelgi maður minn... og þá verður ritgerðast með skjálfta í hönd og hjarta sem vonandi verður horfinn seinni partinn.

Engin ummæli: