miðvikudagur, 9. nóvember 2005

silki trans

ég lýg því ekki en húð mín er sem silki. Án þess að neitt krem hafi komið þar við sögu, en svitabaðið gerir undur. Ekki bara við húðina (sem er þó stærsta líffærið) heldur líka við andann og líkamsstarfssemina. Hvílíkur unaður, sem á stundum getur verið svolítið mikið erfiður, eins og þegar manni finnst maður ekki geta fengið neitt kalt súrefni....

Stóð semsagt í gærkvöldi úti í snjónum á tánum í sundbol svolitla stund og mér var bara ekkert kalt. Stjörnurnar uppí sveit eru bestar. Neontýpur og norðurljós. Ég held að mér sé ennþá hlýtt inni í skrokknum. En þetta var þriðja svitabaðið mitt, og einhverra hluta vegna var það það besta. Einhver indjáni hefur sagt að ef manni finnist svitaböð ekkert mál, þá eigi maður ekki erindi þangað, þurfi ekki að hreinsa sig, en þarmeð er ég ekki að segja að þetta hafi verið eitthvað pís of keik, heldur var upplifunin bara önnur.

Allaveganna. Þarf aðeins að leggja mig áður en ég skunda til vinnu en ætla að koma fyrst við í Heilsuhúsinu þar sem þar er afsláttardagur heilsubúanna þar í dag og kaupa mér te. Vetrarte.

Í gær voru með mér refurinn, gamli andinn úr norðrinu, vatnið (mini á indjánísku) og hesturinn. Já vinir geta komið úr öllum áttum. Hver ætli sé með mér í dag?

Ljóðlína:
silki trans
vetrardans
farðu út,
Óli skans.

2 ummæli:

baba sagði...

o ég er ógó jelló núna...þrái sko svitabað í kjós...eða bara svitabað..eða bara kjós...eða bara snjó og stjörnur...mmmm....er með fallega mynd í höfðinu núna og hlakka til að sjá hana í beinni...jólin jólin...

Nafnlaus sagði...

Húðin mín er eiginlega líka ýkt mjúk sko...
Svo er ég líka oft sveittur.