það er gott að vita að ég er ekki sú eina sem bregður í húsinu. þ.e.a.s. á vinnustaðnum.
það er líka gott að vita að jónína ben á ríka vini. (samt ber ég blendið stolt og virðingu fyrir þeirri konu)
það er gott að vita af jólaljósunum og ég er ekki búin að setja upp eitt, bara kerti
það er gott að geta talað við kæra, þó hann sé í útlöndum
það er gott að vita að hrefnu finnst uppskriftin girnó.
það er gott að fá falleg og hverful textaboð frá bróður sínum.
það er svo margt gott og hér er ég að reyna að telja það upp því einhverra hluta vegna er ég soldið dofin fyrir því góða í kvöld sem kemur kannski til af því að undanfarna daga hefur líf mitt einkennst af próflestri, verkefnum og vinnu.
En er það ekki bara líka gott?
ójú mín kæra, taktu afleiðingunum af ákvörðunum þínum um vinnu með námi, gerðu helvítis verkefnin og stattu þig vel í prófunum. Val. vel. vul. vil. ég get þori ogég villlllllllllllllllllllllllll
fimmtudagur, 8. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gó Anna
Gó Anna
Gó Anna, Anna, Anna
...annakatrínhetja....annakatrínhetja....ég er svo voðastolt af þér....
Ja thu ert rosalega dugleg og klar. Thetta verdur bradum buid og tha verdur thu svo rosa glød yfir ad hafa verid dugleg.
Knus elsku Anna Katrin
Hrefna
verðlaunin fyrir alla vinnuna eru jólafríið....alltaf að hugsa um fríið þegar maður er á kafi....fá kitl í magann og hugsa jei!!! um það sem gerist í fríinu....gangi þér vel mín kæra....sjáumst von bráðar..
ó þið fallega fólk. þakka fyrir straumana.
Skrifa ummæli