fimmtudagur, 8. desember 2005

eddington

,, áttu ekki eddington paint marker penna?""
,, nei, við pöntum þá ekki"
,, getur þú bent mér á hvar þeir fást?"
,, ja... nú á penninn eiginlega orðið allar bókabúðirnar... nema bóksölu stúdenta og eina við hlemm, kannski þú fáir þá þar"

og þar sem ég nennti ekki lengra fór ég í Iðu sem átti auðvitað eddington penna. Að vísu bara í gylltu og silfruðu. En það verður að duga. í prófin, nei djók. er nefnilega búin að gera 2 jólabréf til n-ameríku. og nú get ég dúndrað í jólakortin hægt og bítandi. Mér finnst nefnilega gaman að senda bréf, líka kort og skeyti og jólakort líka. Í mínum huga er það kveðja til að létta upp á skammdegið, til að láta manneskjuna vita að maður hugsi til hennar og þyki vænt um hana. Jólakortagerð og skrif í mínum huga er ekki skyldurækni né kvöð. Mér finnst nefnilega gaman að teikna. Og hlusta á útvarpið. Rúv.

Síðan kemur ábyggilega nýtt naglalakk á hverjum degi á fima fingur mína. Því það er margt sem maður finnur sér til dundurs þegar á að vera að lesa. En það gengur, að sjálfsögðu samkvæmt áætlun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langaði bara að senda þér eitt stykki knús Anna Katrín mín.
**KNÚS**