Apinn ég. Fékk að hirða slatta af banönum við sumarlokun hússins. Gat ekki horft á eftir þeim út í tunnu og hér er dæmi um hvað má gera við banana:
150 gr Ljóma
3 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk natrón
1 tsk salt
1/4 tsk negull
1/2 tsk múskat
2 tsk vanillusykur
5 bananar.
Ljóminn (mjúkur) og sykur hrært vel.
Eggin sett útí, eitt í einu.
Þurrefnum blandað útí.
Bananar stappaðir og settir seinast í blönduna.
Bakað í smurðu röspuðu móti (t.d. hringmóti með gati í miðjunni, eða löngu brauðmóti, eða í pappaformum - en þá verða þau mörg, því deigið er mikið)
175 gráður í 45 mín.
Nú væri við hæfi að geta sett inn apahljóð, en þið verðið bara að ímynda ykkur það.
Gott að geta verið að dunda sér í sumarfríi. Faldaði gardínur og allt í gær. Eða horfði á mömmu gera það... og lærði náttúrulega og hjálpaði til eftir fremsta megni. Húsmóðurseiginleikar óskast varðandi saumaskap, en treysti mér í allt annað.
miðvikudagur, 29. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli